„Hola fólki niður í fullkomlega ógeðslegu og óboðlegu húsnæði“ – Mörg hundruð börn í svipuðum aðstæðum
Fréttir„Við þekkjum þessi heimilisföng. Þetta eru óboðlegir mannabústaðir og það hefur fjallaðu um þetta í íslensku samfélagi í mörg ár,“ sagði Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2. Umræðuefnið var húsbrunin við Bræðraborgarstíg og fyrir helgi þar sem þrír létust og þrír aðrir liggja þungt haldnir. Hundruðir barna búa við skelfilegar aðstæður Lesa meira
Samningar náðust á milli Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga
EyjanSamninganefnd Eflingar og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í gærkvöldi nýjan kjarasamning. Samningurinn gildir fyrir þá félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. Í tilkynningu frá Eflingu segir að í samningnum sé kveðið á um hækkun lægstu launa með sérstakri aukagreiðslu að fyrirmynd kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg. Fram kemur að Lesa meira
Sólveig Anna sakar RÚV um fordóma – „Einn karl með völd er samt alltaf miklu merkilegri og mikilvægari en við“
Eyjan„Ríkisfjölmiðillinn hefur engan áhuga á því að kalla til fulltrúa láglaunakonunnar og heyra hennar afstöðu, heyra hana segja frá því að henni hafi aldrei verið boðið þetta besta tilboð allra tíma. Og þá opinberast fyrir okkur endanlega að það er alveg sama hversu við erum margar og sameinaðar, einn karl með völd er samt alltaf Lesa meira
Efling fúlsaði við 90 þúsund króna launahækkun – „Samt tala sumir eins og tilboðið mæti ekki hagsmunum þeirra sem eru á lægstu laununum“
EyjanDagur B. Eggertsson, borgastjóri, skrifar um kjaradeilurnar við Eflingu á Facebooksíðu sína í dag. Hann segir að svo virðist sem ekki allir átti sig á því hversu góður samningur sé í boði og spyr hvers vegna samningar sem 18 félög innan SGS samþykktu í gær, njóti svo sterks stuðnings: „Þeir sem ég hef heyrt í Lesa meira
Vinstrið logar vegna orða borgarstjóra – „Sýnist að Dagur ætti að sækja um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn“
EyjanDagur B. Eggertsson borgarstjóri var gestur Silfursins á RÚV í gær hvar hann ræddi kjaradeilur Eflingar við Reykjavíkurborg. Dagur nefndi nokkuð sem virðist hafa komið mörgum vinstrimönnum í opna skjöldu, að launamunur milli ófaglærðra og háskólamenntaðra væri nauðsynlegur, þar sem rík krafa væri í þjóðfélaginu um að menntun væri metin til launa hér á landi. Lesa meira
Segir það „sögulegan ómöguleika“ að halda kjafti – „Aðeins tvennt hefði getað komið í veg fyrir verkföll“
EyjanSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur staðið í ströngu undanfarið vegna kjaradeilunnar við Reykjavíkurborg, en verkfall hefst á hádegi á morgun. Sólveig og Efling hafa verið harðlega gagnrýnd, bæði frá vinstri og hægri, fyrir kröfugerð sína, sem er sögð fjarstæðukennd, ógn við stöðugleikann og valda launaskriði, sem og fyrir baráttuaðferðirnar, en þær eru sagðar hræða Lesa meira
Hörður segir fræðimenn þegja af ótta við Sólveigu – „Ráðast á fólk og nafngreindar persónur“
EyjanHörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun, en hann er einn þeirra sem gagnrýna aðferðafræði Eflingar í kjarabaráttu sinni og hefur tekið margar rimmur við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Hörður nefndi að Efling hjólaði gjarnan í manninn en ekki í boltann og að málflutningur Eflingar einkenndist af árásagirni þar sem Lesa meira
Segir tal um höfrungahlaup kjaftæði: „Forystusmenn brauðmoladreifaranna veifa Lífskjarasamningnum“
Eyjan„Nú hljóma kunnugleg harmakvein um alla miðla vegna kjarabaráttu Eflingar. Leiðarahöfundar og forystusmenn brauðmoladreifaranna veifa Lífskjarasamningnum til skiptis sem hinn heilaga kjarasamning sem allir þurfi að fylgja. Sturlun as usual?“ spyr Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR á Facebook í dag. Fráleidd rök Hann segir að það hafi aldrei verið markmið lífskjarasamningsins að samningurinn færi óbreyttur Lesa meira
Sakar Dag um skort á umhyggju – Sé með sexföld laun viðsemjenda sinna – „Hversu bilað er það?“
EyjanSanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík, gagnrýnir Dag B. Eggertsson borgarstjóra harðlega á Facebook í dag vegna þeirrar stöðu sem upp er kominn í kjaraviðræðum borgarinnar við Eflingu, en Dagur sagði við Vísi að hann hefði áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum um 1800 félagsmanna Eflingar sem hefjast eiga í byrjun febrúar. Sanna telur að þannig Lesa meira
Sólveig Anna heimtar 400 þúsund króna desemberuppbót – „Er stelpan kolrugluð?“
EyjanEkkert hefur gengið í kjarasamningaviðræðum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar, en um 1800 félagsmenn Eflingar stéttarfélags vinna hjá Reykjavíkurborg. Hafa viðræður staðið í hátt í eitt ár, án árangurs og sakar Efling samninganefnd höfuðborgarinnar um að hafa lekið kröfum Eflingar til fjölmiðla, með því markmiði að niðurlægja Eflingu. Lekinn sé bæði trúnaðarbrot og lögbrot. Sleit Efling Lesa meira
