fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025

Danmörk

Danska lögreglan fann 206 kíló af sprengiefni – „Sögulegur fundur“

Danska lögreglan fann 206 kíló af sprengiefni – „Sögulegur fundur“

Pressan
20.04.2021

Danska lögreglan lagði á sunnudaginn hald á 206 kíló af sprengiefni á Amager í Kaupmannahöfn. Efnið var geymt í skúr í íbúðahverfi. Lögreglunni höfðu borist ábendingar um nokkra aðila sem væru líklega með sprengiefni. Fylgst var með viðkomandi og á sunnudaginn var látið til skara skríða og leit gerð í skúrnum. Tveir voru handteknir. Henrik Andersen, Lesa meira

Íslenskur silfurfjársjóður fannst í Danmörku – Hver á hann?

Íslenskur silfurfjársjóður fannst í Danmörku – Hver á hann?

Pressan
20.04.2021

Nýlega fann Jes Stein Pedersen, ritstjóri bókmenntahluta danska dagblaðsins Politiken, Fjällräven bakpoka þegar hann var á gangi nærri Furesø, nærri Holte og Birkerød. Í bakpokanum var fjöldi silfurskeiða, hnífa og gaffla og er um íslenska silfursmíði að ræða. Þetta kemur fram í grein sem Pedersen skrifar í Politiken í gær þar sem hann lýsir eftir eiganda fjársjóðsins sem hann Lesa meira

Hneykslismál dansks þingmanns vindur upp á sig – „Ríddu geit“

Hneykslismál dansks þingmanns vindur upp á sig – „Ríddu geit“

Pressan
19.04.2021

Danski þingmaðurinn Naser Khader er nú í veikindaleyfi eftir að alvarlegar ásakanir voru settar fram á hendur honum nýlega. Þá stigu nokkrir aðilar fram í viðtali við Berlingske og skýrðu frá því að Khader hefði haft í hótunum eftir að fólkið gagnrýndi hann. Á laugardaginn bættist enn við þessar upplýsingar þegar Berlingske skýrði frá nokkrum af ummælum Khader. „Ríddu geit,“ sagði hann við einn gagnrýnanda Lesa meira

Gerði sér upp litla greind til að sleppa við þungan dóm – Þar með hófst sex ára martröð

Gerði sér upp litla greind til að sleppa við þungan dóm – Þar með hófst sex ára martröð

Pressan
17.04.2021

Eftir misheppnað rán 2014 vildi Daninn Mikael Juncker Sørensen sleppa við að lenda í fangelsi. Hann greip því til þess ráðs að gera sér upp mjög litla greind þegar hann var sendur í geðrannsókn. En óhætt er að segja að þessi áætlun hans hafi heldur betur sprungið í andlitið á honum og orðið honum dýrkeypt. Hann var sendur Lesa meira

Dönsk skattyfirvöld rukka meðlimi glæpagengja um 10.000 milljónir

Dönsk skattyfirvöld rukka meðlimi glæpagengja um 10.000 milljónir

Pressan
15.04.2021

Dönsk skattyfirvöld hafa á undanförnum árum fylgst vel með meðlimum skipulagðra glæpagengja því lífsstíll þeirra passar oft ekki við uppgefnar tekjur þeirra. Það þykir ekki líklegt að maður, sem er á opinberri framfærslu, geti ekið um á nýjum Mercedes Benz eða Harley Davidson mótorhjóli. Frá 2018 hafa skattyfirvöld tekið 7.300 mál, tengd meðlimum í skipulögðum glæpasamtökum, til skoðunar. Í kjölfarið hafa Lesa meira

Þetta eru ástæðurnar fyrir að Danir hætta að nota bóluefni AstraZeneca

Þetta eru ástæðurnar fyrir að Danir hætta að nota bóluefni AstraZeneca

Pressan
15.04.2021

„Það er erfið ákvörðun að halda áfram án bóluefnis,“ sagði Søren Brostrøm, forstjóri Sundhedsstyrelsen í Danmörku, á fréttamannafundi í gær um þá ákvörðun Sundhedsstyrelsen að hætta notkun bóluefnisins frá AstraZeneca gegn COVID-19 með öllu. Embætti hans má líkja við embætti landlæknis hér á landi, hann er æðsti embættismaður landsins á sviði heilbrigðismála. Hlé var gert Lesa meira

Stóri bólusetningardagurinn í Danmörku – Ætla að bólusetja 100.000 manns í dag

Stóri bólusetningardagurinn í Danmörku – Ætla að bólusetja 100.000 manns í dag

Pressan
12.04.2021

Segja má að dagurinn í dag sé stóri bólusetningardagurinn í Danmörku. Ætlunin er að bólusetja 100.000 manns gegn kórónuveirunni í dag. Um er að ræða lokaæfingu til að kanna hvort heilbrigðiskerfið ráði við að bólusetja svona marga á einum degi en síðasta haust tilkynnti ríkisstjórnin að kerfið eigi að ráða við að bólusetja svona marga Lesa meira

Stjórnvöld í Rúanda jákvæð í garð þess að hýsa hælisleitendur fyrir dönsk stjórnvöld

Stjórnvöld í Rúanda jákvæð í garð þess að hýsa hælisleitendur fyrir dönsk stjórnvöld

Pressan
10.04.2021

Stjórnvöld í Rúanda hafa lýst sig jákvæð í garð þess að hýsa miðstöð fyrir fólk sem sækir um hæli í Danmörku. Löndin eiga nú þegar í samstarfi á sviði flóttamannamála. Hugmyndin er að fólk, sem sækir um hæli í Danmörku, verði flutt til Rúanda og bíði þar í móttökumiðstöð á meðan mál þeirra fá afgreiðslu Lesa meira

Fékk Porsche lánaðan til að sækja pítsu – Fær hann líklegast ekki lánaðan aftur

Fékk Porsche lánaðan til að sækja pítsu – Fær hann líklegast ekki lánaðan aftur

Pressan
09.04.2021

Á miðvikudaginn var ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur á hraðbraut á Sjálandi í Danmörku. Hraði bifreiðarinnar, sem hann ók, mældist 210 km/klst. Þar sem um svo mikinn hraða er að ræða flokkast aksturinn sem „brjálæðisakstur“ og þar með hefur lögreglan heimild til að leggja hald á ökutækið sem notað var við aksturinn og það Lesa meira

Varar við uppgangi öfgahægrimanna í skjóli heimsfaraldursins

Varar við uppgangi öfgahægrimanna í skjóli heimsfaraldursins

Pressan
09.04.2021

Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, PET, varar við uppgangi öfgahægrimanna í skjóli heimsfaraldursins í nýju hættumati hvað varðar hryðjuverk og aðrar ógnir er kunna að steðja að Danmörku. Samsæriskenningar og innræting öfgahyggju hjá fólki sem er jafnvel reiðubúið til að beita ofbeldi er nú meðal þeirra þátta sem PET varar við hættunni af. Í hættumatinu kemur fram að andstaða við Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af