fbpx
Föstudagur 18.júní 2021
Pressan

Dæmd í sjö ára fangelsi – Geymdi níu kíló af amfetamíni í garðinum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

59 ára kona var á mánudaginn dæmd í sjö ára fangelsi fyrir vörslu á níu kílóum af amfetamíni. Fíkniefnin fundust grafin í garðinum við heimili hennar í Viborg í Danmörku. Lögreglunni hafði borist ábending um að konan væri með fíkniefni og gerði því leit heima hjá henni og í garðinum hennar.

Konan neitaði sök en viðurkenndi að hafa verið með 200 grömm af amfetamíni í frystinum. Hún sagði að líklega hefði vinur hennar grafið amfetamínið niður í garði hennar en erfðaefni úr konunni fundust á umbúðunum utan um fíkniefnin sem voru í frystinum og garðinum að sögn Anna Søndergaard, saksóknara. TV Midvest skýrir frá þessu.

Søndergaard sagðist vera sátt við dóminn en hún krafðist þyngri refsingar en dómurinn virti konunni það til refsilækkunar að hún væri „lítill fiskur á stórum markaði“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Símahneyksli Trumpstjórnarinnar vindur enn meira upp á sig – Fengu gögn um eiginn lögmann

Símahneyksli Trumpstjórnarinnar vindur enn meira upp á sig – Fengu gögn um eiginn lögmann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Yfirborð Meadvatns hefur aldrei verið eins lágt – Vatnsskortur yfirvofandi

Yfirborð Meadvatns hefur aldrei verið eins lágt – Vatnsskortur yfirvofandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað varð um Ben?

Hvað varð um Ben?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Urðu að loka 36 McDonald‘s veitingastöðum af óvæntri ástæðu

Urðu að loka 36 McDonald‘s veitingastöðum af óvæntri ástæðu