Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?
FókusDani nokkur sem segist hyggja á ferð til Íslands varpar fram þeirri spurningu á samfélagsmiðlinum Reddit hvort hann geti talað móðurmál sitt á Íslandi. Íslendingar sem svara honum eru hreinskilnir og segja honum að líklegt sé að það geti reynst honum erfitt en þó ekki endilega ómögulegt. Daninn spyr hvort danska sé eitthvað töluð á Lesa meira
Rekinn til Íslands eftir að hafa látið sig hverfa í tveimur löndum
FréttirLandsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir útlendingi sem til stendur að vísa úr landi. Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn hafi látið sig hverfa bæði í Danmörku og Sviss þegar vísa átti honum til Íslands. Loks var honum fylgt hingað til lands af lögreglumönnum frá Liechtenstein. Maðurinn sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi í Lesa meira
Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
PressanÍbúunum í West Clandon, sem er um 1.300 manna bær í Sussex á Englandi, fannst Valerie Pettit ekkert öðruvísi en hinir bæjarbúarnir og hún stakk alls ekki í augu og engan grunaði hvert leyndarmál hennar var. Í bænum eru tvær kirkjur, pöbb og þröngir vegir umlyktir limgerði. Valerie fór til kirkju á hverjum sunnudegi, barðist fyrir varðveislu grænna svæða í bænum og eyddi miklum Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna
EyjanFastir pennarSvokölluð menningarheimsókn þjóðaröryggisráðgjafa forseta Bandaríkjanna, iðnaðarráðherra og eiginkonu varaforsetans til Grænlands hefur vakið hörð viðbrögð stjórnvalda í Danmörku og á Grænlandi, sem sameiginlega fara með fullveldisráðin yfir þessu grannlandi okkar. Danski utanríkisráðherrann talar um virðingarleysi. Fráfarandi forsætisráðherra heimastjórnar Grænlands hefur notað orðið ögrun. Þessi óboðna heimsókn er þannig sett í samhengi við yfirlýst áform Bandaríkjanna Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennarÁ mánudaginn kemur stendur mikið til vestanhafs. Þá verður 45. forseti Bandaríkjanna settur í embætti 47. forseta eftir kostulega atburðarás, sem ekki væri hægt að skálda. Af því tilefni hefur sett nokkurn ugg að hluta jarðarbúa enda benda yfirlýsingar Donalds Trump, í kosningabaráttunni og á þessu sérkennilega tímabili frá því úrslit lágu fyrir þar til Lesa meira
Segir að líklega hefði verið betra að túlka ræðu danska konungsins fyrir íslensku gestina
FréttirEins og fram hefur komið í fjölmiðlum er Halla Tómasdóttir forseti Íslands í opinberri heimsókn í Danmörku. Talsverða athygli vakti hér á landi að forsetinn skyldi hafa talað að mestu leyti ensku í stað dönsku í ræðu sinni í hátíðarkvöldverði, í Kristjánsborgarhöll, sem var hluti af heimsókninni og fór fram í gærkvöldi. Þótti ýmsum ekki Lesa meira
Skiptar skoðanir um dönskukunnáttu Höllu: „Þetta er til skammar“ – „Og hverjum er ekki skítsama?“
FréttirHalla Tómasdóttir, forseti Íslands, og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, eru stödd í Danmörku í opinberri heimsókn í boði Friðriks X. Danakonungs og Mary drottningar. Er markmið heimsóknarinnar að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar náið samband þjóðanna. Nokkuð hefur verið rætt um dönskukunnáttu Höllu á samfélagsmiðlum en í frétt mbl.is í gærkvöldi kom fram Lesa meira
Ákærður fyrir rasisma en segist bara hafa verið að segja sannleikann
EyjanMorten Messerschmidt formaður Danska þjóðarflokksins hefur verið ákærður fyrir að viðhafa ummæli sem fela í sér kynþáttahatur. Messerschmidt svarar kærunni hins vegar fullum hálsi. Hann segist eingöngu hafa verið að segja sannleikann og hann láti ekki þagga niður í sér. Þjóðarflokkurinn ( d. Dansk Folkeparti) má muna fífil sinn fegurri í dönskum stjórnmálum. Flokkurinn var Lesa meira
Allt í háaloft í dönskum stjórnmálum eftir brottrekstra
EyjanÞó nokkurt uppnám hefur í stjórnmálalífi Danmerkur eftir að nokkrum starfsmönnum miðjuflokksins Moderaterne var fyrr í dag sagt upp störfum. Flokkurinn á sæti í ríkisstjórn landsins og formaður hans er Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra. Flokkurinn var stofnaður fyrir síðustu kosningar en formaðurinn hafði yfirgefið hinn frjálslynda Venstre sem hann hafði áður leitt. Einn þingmanna Moderaterne Lesa meira
IKEA rukkaði yfir 2000 manns fyrir viðskipti sem áttu sér aldrei stað
PressanIKEA í Danmörku hefur beðist afsökunar á að hafa í leyfisleysi og án þess að nokkur viðskipti hafi átt sér stað skuldfært á greiðslukort 2.024 einstaklinga. Danska ríkissjónvarpið DR greinir frá málinu og ræðir við konu að nafni Charlotte Ditz Pedersen. Í gær fór hún inn í netbankann sinn og tók þá eftir því að Lesa meira