fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025

Bretland

Óbólusettar barnshafandi konur eru um fimmtungur veikustu COVID-19 sjúklinganna á Englandi

Óbólusettar barnshafandi konur eru um fimmtungur veikustu COVID-19 sjúklinganna á Englandi

Pressan
11.10.2021

Tæplega fimmtungur veikustu COVID-19 sjúklinganna á Englandi síðustu mánuði voru óbólusettar barnshafandi konur. Þetta sýna tölur frá breska heilbrigðiskerfinu, NHS, sem hvetur barnshafandi konur til að láta bólusetja sig. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að tölur sem ná frá 1. júlí til 30. september sýni að 17% þeirra COVID-19 sjúklinga sem þurftu að vera í öndunarvél voru óbólusettar Lesa meira

Telja að morðingi Sarah Everard hafi jafnvel framið fleiri afbrot

Telja að morðingi Sarah Everard hafi jafnvel framið fleiri afbrot

Pressan
01.10.2021

Í gær var breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morðið á hinni 33 ára gömlu Sarah Everar í mars. Lögreglan er nú að rannsaka hvort Couzens hafi fleiri afbrot á samviskunni eftir að fram kom að bíll hans hafi sést við vettvang tveggja annarra afbrota. Couzens nam Everard á brott, nauðgaði henni, kyrkti og brenndi lík hennar og faldi síðan. Everard var ein á heimleið Lesa meira

Nýjar og hrollvekjandi upplýsingar um morðið á Sarah Everard komu fram fyrir dómi í gær

Nýjar og hrollvekjandi upplýsingar um morðið á Sarah Everard komu fram fyrir dómi í gær

Pressan
30.09.2021

Þann 10. mars síðastliðinn fannst hin 33 ára Sarah Everard látin. Þá var vika liðin síðan hún hvarf þegar hún var á heimleið í Lundúnum. Réttarhöld yfir morðingja hennar standa nú yfir í Lundúnum og í gær komu nýjar og hrollvekjandi upplýsingar fram. Það hefur lengi verið vitað að það var lögreglumaðurinn Wayne Couzens sem myrti Everard en hann hefur viðurkennt það. Fyrir Lesa meira

Bretar í miklum vanda – Íhuga að kalla herinn til starfa innanlands

Bretar í miklum vanda – Íhuga að kalla herinn til starfa innanlands

Pressan
27.09.2021

Bretar glíma við risavaxið vandamál þessa dagana. Við útgöngu þeirra úr ESB hurfu 25.000 erlendir flutningabílstjórar á brott. Þetta veldur því að illa gengur að dreifa matvælum, eldsneyti og öðrum nauðsynjavörum. Nú er staðan orðin svo alvarleg að ríkisstjórn Boris Johnson íhugar að kalla herinn til starfa og láta hann taka að sér að dreifa olíu, mjólk og Lesa meira

Alþjóðleg glæpasamtök taka höndum saman til að auka sölu kókaíns

Alþjóðleg glæpasamtök taka höndum saman til að auka sölu kókaíns

Pressan
26.09.2021

Skipulögð bresk glæpasamtök starfa nú með fyrrum samkeppnisaðilum sínum, skipulögðum alþjóðlegum glæpasamtökum, við innflutning á meira magni kókaíns til Evrópu. Meðal samstarfsaðilanna er ítalska mafían. Þetta segir Lawrence Gibbons, hjá bresku National Crime stofnuninni, að sögn The Guardian. Hann segir að gögn sýni að bresk glæpagengi séu stöðugt að styrkja tengsl sín við önnur valdamikil evrópsk glæpagengi og sé þetta eftirtektarvert því Lesa meira

„Barnaskortur“ í Bretlandi gæti valdið efnahagslegum samdrætti

„Barnaskortur“ í Bretlandi gæti valdið efnahagslegum samdrætti

Pressan
25.09.2021

Bretar standa frammi fyrir „barnaskorti“ sem gæti leitt til „langvarandi efnahagslegrar stöðnunar“. Þetta segir hugveitan Social Market Foundation sem segir að fæðingartíðnin í landinu sé nú aðeins tæplega helmingur þess sem hún var á eftirstríðsárunum og þegar hún náði hámarki á sjöunda áratugnum. Þetta veldur hækkandi meðalaldri sem aftur getur leitt til efnahagslegrar stöðnunar eða samdráttar. Hugveitan segir að Lesa meira

Lögðu hald á 1,5 tonn af kókaíni í lystisnekkju undan strönd Englands

Lögðu hald á 1,5 tonn af kókaíni í lystisnekkju undan strönd Englands

Pressan
13.09.2021

Sex voru handteknir í skútu undan strönd Plymouth í síðustu viku. Um var að ræða sameiginlega aðgerð bresku og áströlsku lögreglunnar. Um borð í skútunni fannst 1,5 tonn af kókaíni en verðmæti þess er sem nemur rúmlega 21 milljarði íslenskra króna. Skútan er skráð í Jamaíka. Einn Breti er meðal hinna handteknu en hinir eru frá Níkaragva. Lesa meira

Bresk sjúkrahús eiga á hættu að yfirfyllast af COVID-19 sjúklingum

Bresk sjúkrahús eiga á hættu að yfirfyllast af COVID-19 sjúklingum

Pressan
13.09.2021

Kórónuveirusmitum fer fjölgandi í Bretlandi og fjöldi COVID-19 sjúklinga á sjúkrahúsum hefur ekki verið meiri síðan 11. mars síðastliðinn. Á síðustu dögum fjölgaði innlögðum COVID-19 sjúklingum um rúmlega 1.000 og á annað hundrað hafa látist. BBC segir að um 1.000 af þeim rúmlega 8.000 COVID-19 sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsum séu í öndunarvél. Samkvæmt nýjustu tölum þá greindust að meðaltali rúmlega Lesa meira

Heimila geymslu fósturvísa, sæðis og eggja í allt að 55 ár

Heimila geymslu fósturvísa, sæðis og eggja í allt að 55 ár

Pressan
11.09.2021

Fólk sem vill stofna fjölskyldu getur í framtíðinni látið frysta egg, sæði og fósturvísa í allt að 55 ár en fram að þessu hefur að hámarki mátt frysta þetta í 10 ár. Þetta er meðal breytinga sem breska ríkisstjórnin hyggst gera á lögum um þetta. The Guardian segir að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi sagt að breytingin Lesa meira

Bretar veita afgönsku flóttafólki góða aðstoð og hraða henni

Bretar veita afgönsku flóttafólki góða aðstoð og hraða henni

Pressan
10.09.2021

Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Afgönum, sem störfuðu með breska herliðinu í Afganistan, varanlegt dvalarleyfi. Í upphafi var ætlunin að veita þeim fimm ára dvalarleyfi en nú hefur verið ákveðið að einn liður af aðgerðinni „Aðgerð verið hjartanlega velkomin“ verði að eyða óvissu um framtíð Afgananna og veita þeim varanlegt dvalarleyfi. „Með því að Lesa meira

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Ekki missa af