fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Í gærmorgun sögðu læknar að Elísabet II ætti aðeins nokkrar klukkustundir ólifaðar – Aðeins Karl og Anna náðu til hennar áður en hún lést

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. september 2022 05:26

Elísabet II. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar flýttu sér til Balmoral í Skotlandi í gær eftir að læknar Elísabetar II drottningar höfðu sagt að hún ætti aðeins nokkrar klukkustundir ólifaðar. Aðeins Karl sonur hennar, nú Karl III konungur, og Anna, dóttir hennar, náðu til Balmoral áður en drottningin lést. Þau voru bæði stödd í Skotlandi þegar fréttir bárust af alvarlegu ástandi drottningarinnar.

Daily Mail skýrir frá þessu og segir að hinir tveir synir Elísabetar, Andrés og Játvarður, hafi flogið frá Berkshire í einkaþotu ásamt Sophie, eiginkonu Játvarðs, og Vilhjálmi prins, elsta syni Karls konungs en hafi ekki náð til Balmoral áður en drottningin lést. Harry prins náði heldur ekki til Balmoral áður en amma hans lést. Hann kom ekki þangað fyrr en klukkan 20 að staðartíma en tilkynnt var um lát drottningarinnar um klukkan 18.30.

Elísabet var 96 ára og hafði verið drottning í 70 ár.  Enginn breskur þjóðhöfðingi hefur ríkt lengur.

Andlát hennar vakti strax mikil viðbrögð í Bretland og um allan heim. Mörg þúsund syrgjendur söfnuðust saman fyrir utan Buckinghamhöll í kjölfar tíðindanna sem og við aðrar byggingar konungsfjölskyldunnar. Blóm voru lögð við byggingarnar og fólk söng „God Save The Queen“.

Karl, elsti sonur hennar, varð konungur við andlát móður sinnar og er nú Karl III. Vilhjálmur prins gengur næstur honum að erfðum krúnunnar og er nú orðinn hertogi af Cornwall og Cambridge og Katrín, eiginkona hans, er nú hertogaynja af Cornwall og Cambridge.

Það var klukkan 12.32, að breskum tíma, sem hirðin sendi frá sér tilkynningu um að læknar drottningarinnar hefðu áhyggjur af heilsufari hennar og að hún væri undir eftirliti lækna og að fjölskyldu hennar hefði verið tilkynnt um stöðu mála.

Þegar þarna kom við sögu var Karl kominn til móður sinnar en starfsfólk drottningarinnar hafði sent þyrlu eftir honum klukkan 06.48, þá var hann staddur í Dumfries House í Ayrshire, og kom hann til Balmoral klukkan 10.27. Kamilla, eiginkona, hans kom á svipuðum tíma til Balmoral en hún var stödd nærri.

Anna prinsessa var þá komin til móður sinnar en hún var einnig stödd í Skotlandi.

Daily Mail segir að því næst hafi starfsfólk drottningarinnar byrjað að vinna að því að koma Játvarði og Andrési, sonum drottningarinnar, og Sophie, eiginkonu Játvarðs, til Balmoral ásamt Vilhjálmi prins. Þau komu til Balmoral klukkan 17.06 en Daily Mail segir að þau hafi ekki náð að hitta drottninguna áður en hún lést. Hirðin hefur ekki staðfest klukkan hvað Elísabet lést. Tilkynning um lát hennar var send út klukkan 18.32. Í gærkvöldi var skýrt frá því að Lis Truss, forsætisráðherra, hefði fengið tilkynningu um lát drottningarinnar tveimur klukkustundum áður eða um klukkan 16.30.

Í dag fer „Operation London Bridge“ af stað en aðgerðin nær yfir þá tíu daga sem líða frá andláti Elísabetar þar til hún verður jarðsett en reiknað er með að útförin fari fram mánudaginn 19. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar