Telja sig hugsanlega hafa fundið nýtt ofureldfjall
PressanÍ heiminum eru til nokkur ofureldfjöll, til dæmis í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi, Indónesíu og Japan. Yellowstone í Bandaríkjunum er líklega það þekktasta. Nú hafa vísindamenn hugsanlega fundið enn eitt ofureldfjallið. National Geographic skýrir frá þessu. Það er teymi vísindamanna frá American Geophysical Union sem stendur á bak við uppgötvunina. Teymið rannsakaði eldfjallaeyjur, sem nefnast Islands of the Four Mountains, í Alaska. Niðurstaða þeirra er að þessi frekar litlu eldfjöll séu Lesa meira
Rúmlega 3.000 létust af völdum COVID-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum
PressanBandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa um langa hríð varað við fjölgun dauðsfalla af völdum COVID-19 í kjölfar þakkargjörðarhátíðarinnar og síðan aftur í kjölfar jóla og áramóta. En margir virðast ekki hafa viljað hlusta á þessar viðvaranir því dánartölur hækka dag frá degi. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans frá í nótt þá létust rúmlega 3.000 af völdum sjúkdómsins Lesa meira
Leggja til hjálparpakka upp á 916 milljarða dollara vegna heimsfaraldursins
EyjanBandaríska fjármálaráðuneytið hefur lagt fram tillögu að hjálparpakka fyrir bandarískt efnahagslíf vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hann er upp á 916 milljarða dollara. Vonast ráðuneytið og ríkisstjórn Donald Trump til að tillagan geti komið hreyfingu á málið en það hefur verið í pattstöðu á þinginu síðustu mánuði. Í síðustu viku kynnti þverpólitískur hópur þingmanna hugmyndir um hjálparpakka upp á Lesa meira
Telja að fjallaljón hafi orðið manni að bana í Texas
PressanÁ fimmtudaginn fundu lögreglumenn lík Christopher Allen Whiteley í óbyggðum í Texas. Hans hafði verið saknað síðan á miðvikudaginn þegar hann hvarf nærri Lipan sem er um 80 km suðvestan við Fort Worth. Á laugardaginn skýrði lögreglan frá því að villt dýr hafi orðið Whiteley að bana, hugsanlega fjallaljón. CNN skýrir frá þessu. Lögreglan sagði að krufning hafi leitt þetta í ljós og að lögreglan og sérþjálfaðir veiðiverðir Lesa meira
Fauci varar við mikilli aukningu kórónuveirusmita eftir jólin
PressanAnthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varar við mikilli aukningu kórónuveirusmita, nýrri bylgju, eftir jól. Smitum hefur fjölgað mikið í kjölfar þakkargjörðarhátíðarinnar og óttast Fauci að það sama gerist í kjölfar jólanna. BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að smitum hafi fjölgað mikið í kjölfar þakkargjörðarhátíðarinnar og að hún setji mark sitt á smittölurnar þessa dagana. En eftir því sem Fauci segir þá Lesa meira
Sérfræðingur um stöðuna í Bandaríkjunum – „Við getum orðið vitni að 9/11 daglega fram að jólum“
PressanHryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001, sem Bandaríkjamenn nefna yfirleitt 9/11, voru mikill harmleikur en 2.977 létust í árásunum á World Trade Center, Pentagon og með flugvélinni sem hrapaði þegar farþegarnir reyndu að yfirbuga flugræningjanna og hryðjuverkamennina sem höfðu tekið yfir stjórn hennar. Sérfræðingar óttast nú að kórónuveirufaraldurinn muni verða jafn mörgum Bandaríkjamönnum að bana daglega. „Við getum orðið Lesa meira
Telja að allt að 539.000 Bandaríkjamenn geti látist af völdum COVID-19 til loka mars
PressanÞað mun væntanlega taka marga mánuði að ljúka bólusetningu gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, í Bandaríkjunum. Áður en áhrifa bólusetningarinnar fer að gæta af fullum þunga mun heilbrigðiskerfi landsins væntanlega verða undir miklum þrýstingi. CNBC skýrir frá þessu og segir að í nýrri skýrslu frá Institute for Health Metrics og University of Washington komi fram að fjöldi dauðsfalla af völdum COVID-19 geti farið úr núverandi 279.000 í Lesa meira
Bandaríkjastjórn viðurkennir útlagastjórn Tíbet
PressanÍ síðustu viku var tekið á móti Lobsang Sangay, forseta útlagastjórnar Tíbet, í Hvíta húsinu. Þetta markar virkari stefnu Bandaríkjanna í málefnum Tíbet en aldrei fyrr hefur verið tekið á móti leiðtoga útlagastjórnarinnar í Hvíta húsinu. Dalai Lama, sem er trúarlegur leiðtogi Tíbet, hefur reglulega heimsótt Bandaríkin og hitti Barack Obama, fyrrum forseta, fjórum sinnum þrátt fyrir hörð mótmæli Kinverja. En fundur Sangay í Hvíta húsinu með meðal Lesa meira
Mikill læknaskortur í Bandaríkjunum – Biðja lækna á eftirlaunum að koma til starfa
PressanRúmlega 100.000 COVID-19-sjúklingar liggja nú á bandarískum sjúkrahúsum og veldur það að vonum miklu álagi á sjúkrahúsin. Fjöldinn hefur aldrei verið meiri og hefur tvöfaldast á aðeins einum mánuði. Þetta veldur því að mikill skortur er á læknum og er nú biðlað til lækna og hjúkrunarfræðinga á eftirlaunum að gefa sig fram til starfa. Mörg sjúkrahús Lesa meira
Nú deyja rúmlega 100 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum á hverri klukkustund
PressanÁ miðvikudaginn létust rúmlega 2.400 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Þetta er nýtt met hvað varðar fjölda látinna á einum sólarhring. Tölur frá Johns Hopkins háskólanum sýna að 2.439 dauðsföll voru skráð. Þar með komst heildartala látinna upp í 262.080. Sama daga greindust rúmlega 200.000 manns með smit. Óttast margir að gærdagurinn, en þá var þakkargjörðarhátíðin, muni verða Lesa meira
