fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

bandaríkin

Mörg bandarísk sjúkrahús yfirfull af COVID-19-sjúklingum

Mörg bandarísk sjúkrahús yfirfull af COVID-19-sjúklingum

Pressan
13.11.2020

Í Wisconsin eru mörg sjúkrahús yfirfull vegna mikils fjölda COVID-19-sjúklinga og í Norður-Dakóta er staðan enn verri því þar eru öll sjúkrahús yfirfull. Á miðvikudaginn var enn eitt metið slegið í Bandaríkjunum hvað varðar fjölda smitaðra en þá greindust 140.000 smit. Í gær var þetta met síðan slegið þegar 152.000 smit greindust. CNN skýrir frá Lesa meira

Trump með grófar ásakanir – Sjónvarpsstöðvar rufu útsendingu til að leiðrétta hann – Formaður kjörstjórnar hjólar í hann

Trump með grófar ásakanir – Sjónvarpsstöðvar rufu útsendingu til að leiðrétta hann – Formaður kjörstjórnar hjólar í hann

Eyjan
06.11.2020

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virðist vera maður sem veit að hann er á góðri leið með að tapa forsetakosningunum og leitar allra ráða til að ríghalda í völd sín. Hann flutti ávarp í gærkvöldi þar sem hann setti fram grófar ásakanir um kosningasvindl, án þess að leggja fram nokkrar sannanir fyrir þeim, og sakaði Demókrata um Lesa meira

Heimilar vopnuðum lögreglumönnum að fara inn á talningarstaði – Óttast afskipti alríkisstjórnarinnar af talningunni

Heimilar vopnuðum lögreglumönnum að fara inn á talningarstaði – Óttast afskipti alríkisstjórnarinnar af talningunni

Pressan
05.11.2020

Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti saksóknurum þar í landi í gær að lögum samkvæmt megi þeir senda vopnaða alríkislögreglumenn á talningarstaði um allt land til að rannsaka kosningasvindl. Tilkynningin var send í tölvupósti. New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að tölvupósturinn hafi vakið upp ótta um að alríkisstjórnin hyggist ógna embættismönnum, sem starfa við talningu atkvæða, eða skipta sér Lesa meira

Metfjöldi kórónuveirusmita í Bandaríkjunum í gær

Metfjöldi kórónuveirusmita í Bandaríkjunum í gær

Pressan
05.11.2020

Nýtt og dapurlegt met var sett í Bandaríkjunum í gær en þá greindust rúmlega 99.000 manns með kórónuveirusmit og hafa aldrei verið fleiri á einum degi. Þetta kemur fram í tölum frá Johns Hopkins háskólanum. 1.112 andlát, af völdum COVID-19, voru einnig skráð í landinu. Í heildina hafa rúmlega 9,4 milljónir greinst með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í Bandaríkjunum Lesa meira

Dæmdur í 25 ára fangelsi – Kveikti í þremur kirkjum

Dæmdur í 25 ára fangelsi – Kveikti í þremur kirkjum

Pressan
04.11.2020

Holden Matthews, 23 ára, var nýlega dæmdur í 25 ára fangelsi í Creole sýslu í Louisiana í Bandaríkjunum. Hann þarf einnig að greiða 2,66 milljónir dollara í bætur til kirknanna sem hann kveikti í. Hann var fundinn sekur um að hafa kveikt í þremur kirkjum í sýslunni. Allar tengdust þær sögu svartra í ríkinu. Matthews játaði að hafa af ásettu ráði Lesa meira

Bandaríkin og Indland styrkja bandalag sitt gegn Kína

Bandaríkin og Indland styrkja bandalag sitt gegn Kína

Pressan
01.11.2020

Bandarísk og indversk stjórnvöld hafa ákveðið að styrkja samstarf sitt og standa saman gegn því sem Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir vera „ágengni“ Kínverja. Þetta sagði hann á fréttamannafundi í Nýju-Delí á þriðjudaginn þar sem löndin kynntu aukið varnarsamstarf sitt. Pompeo og Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sögðu að hernaðarsamstarfið við Indland „yrði áfram hornsteinninn“ í samstarfi ríkjanna. Pompeo sagði að ríkin verði Lesa meira

Bandaríkin og Grænland sömdu um Thulestöðina eftir margra ára samningaviðræður

Bandaríkin og Grænland sömdu um Thulestöðina eftir margra ára samningaviðræður

Pressan
30.10.2020

Bandaríkin, Danmörk og Grænland hafa náð samningum um þjónustusamning fyrir herstöðina í Thule á Grænlandi. Samningar náðust á miðvikudaginn að því er Sermitsiaq.ag segir. Samningurinn kveður meðal annars á um viðhald, nýframkvæmdir og rekstur mötuneytis í herstöðinni. Árum saman var þjónustusamningurinn í höndum Dana og Grænlendinga en 2014 fékk bandarískt fyrirtæki hann. Þetta telja Grænland og Danmörk vera í Lesa meira

Átta ákærðir fyrir að ætla að neyða kínverska fjölskyldu til að fara aftur til Kína frá Bandaríkjunum

Átta ákærðir fyrir að ætla að neyða kínverska fjölskyldu til að fara aftur til Kína frá Bandaríkjunum

Pressan
30.10.2020

Átta hafa verið ákærðir fyrir aðild að samsæri á vegum kínverskra stjórnvalda í Bandaríkjunum. Hinir ákærðu eru sagðir hafa ætlað að þvinga kínverska fjölskyldu, sem býr í Bandaríkjunum, til að snúa aftur til Kína þar sem fjölskyldan á ákæru yfir höfði sér. Fimm voru handteknir vegna málsins á miðvikudaginn en talið er að þrír séu Lesa meira

Hæstiréttur hafnaði beiðni Trump um meðferð bréfatkvæða í Norður-Karólínu og Pennsylvania

Hæstiréttur hafnaði beiðni Trump um meðferð bréfatkvæða í Norður-Karólínu og Pennsylvania

Pressan
30.10.2020

Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði á miðvikudaginn beiðni frá Donald Trump, forseta, um að ekki megi framlengja þann tíma sem kjörstjórnin í Norður-Karólínu hefur til að taka við bréfatkvæðum í forsetakosningunum í næstu viku. Kjörstjórn ríkisins hefur ákveðið að bréfatkvæði, sem eru stimpluð í síðasta lagi 3. nóvember, verði talin með þrátt fyrir að þau berist ekki fyrr Lesa meira

Trump rauf álögin fyrir fjórum árum en nú vill hún ná fram hefndum

Trump rauf álögin fyrir fjórum árum en nú vill hún ná fram hefndum

Pressan
30.10.2020

Þrátt fyrir að ekki sé kosið um ríkisstjóra í Michigan að þessu sinni þá tekur Gretchen Whitmer, ríkisstjóri, virkan þátt í kosningabaráttunni. Hún lætur mikið að sér kveða í baráttunni um forsetaembættið og líklega eru fáir sem leggja svo mikið á sig í baráttunni og vilja láta Donald Trump finna fyrir því. Auk þess að vera Demókrati þá drífa persónulegar hvatir Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af