Inntökuathöfnin varð tvítugum manni að bana
PressanÍ byrjun mars fannst Stone Foltz, 20 ára, meðvitundarlaus í íbúð sinni í Ohio í Bandaríkjunum. Það voru meðleigjendur hans sem fundu hann. Daginn áður hafði hann tekið þátt í inntökuathöfn í bræðralagið Pi Kappa Alpha í Bowling Green State háskólanum. Samkvæmt frétt NBC News hafa átta félagar í bræðralaginu nú verið kærðir fyrir aðild að andláti Foltz. Þeir eru grunaðir um manndráp af gáleysi og að hafa spillt sönnunargögnum. Saksóknarar Lesa meira
Norður-Kórea hefur í hótunum við Bandaríkin – „Hann gerði stór mistök“
PressanStjórnvöld í Norður-Kóreu höfðu um helgina í hótunum við Bandaríkin eftir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagði „öryggisógn“ stafa af landinu. Hann ávarpaði Bandaríkjaþing á fimmtudaginn og sagði þá að Norður-Kórea væri „alvarleg ógn við Bandaríkin og öryggi heimsins“. Hann sagðist einnig vilja vinna með bandamönnum Bandaríkjanna að því að leysa vandamálið með lýðræði og fælingarmátt að leiðarljósi. Lesa meira
Breytingar á skiptingu þingsæta í fulltrúadeildinni geta komið Repúblikönum vel
PressanÁ mánudaginn birti bandaríska Manntalsstofan, U.S. Census Bureau, niðurstöður nýs manntals. Manntalið ræður hvernig þingsætum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er skipt á milli ríkjanna og því höfðu margir beðið spenntir eftir að niðurstöður manntalsins yrðu opinberaðar. Samkvæmt manntalinu þá verða Texas, Flórída og Norður-Karólína meðal þeirra ríkja sem fá flest þingsæti í fulltrúadeildinni. Þetta getur hugsanlega komið sér vel fyrir Lesa meira
Rússar yfirgefa Alþjóðlegu geimstöðina – Ætla að byggja sína eigin geimstöð
PressanRússar eru byrjaðir að smíða eigin geimstöð og ætla að yfirgefa Alþjóðlegu geimstöðina sem þeir reka í samvinnu við Bandaríkin og Evrópuríki. Þetta gerist þó ekki á morgun því enn eru fjögur ár til stefnu. Frá 2025 ætla Rússar ekki að taka þátt í verkefninu um Alþjóðlegu geimstöðina sem hefur verið á braut um jörðina Lesa meira
Bjóða ungu fólki greiðslu fyrir að láta bólusetja sig
PressanÍ Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum hefur gengið treglega að fá ungt fólk til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Nú hafa yfirvöld gripið til þess ráðs að lofa fólki á aldrinum 16 til 35 ára skuldabréfi, útgefnu af ríkinu, að andvirði 100 dollara ef það lætur bólusetja sig. Jim Justice, ríkisstjóri og Repúblikani, segir að mikilvægt sé Lesa meira
Bandarískt herskip skaut að írönskum herskipum
PressanÁhöfnin á bandaríska herskipinu Firebolt skaut á mánudaginn aðvörunarskotum að þremur írönskum herskipum sem komu of nærri herskipinu. Voru þeir þá í um 60 metra fjarlægð frá því. Þetta gerðist í Persaflóa. Írönsku herskipin, eða öllu heldur hraðskreiðir bátar, voru frá Íranska byltingarverðinum. Þau sigldu of nærri Firebolt og öðru bandarísku herskipi sem voru á alþjóðlegu hafsvæði Lesa meira
„Búk morðinginn“ játar tvö morð frá 1974 – Segist hafa myrt um 100 manns
PressanBandaríski raðmorðinginn Richard Cottingham, sem afplánar lífstíðardóm í fangelsi í New Jersey, játaði í gær fyrir dómara að hafa myrt tvær unglingsstúlkur árið 1974. Þessi morð bætast við langa og óhugnanlega sakaskrá Cottingham sem segist sjálfur hafa myrt um 100 manns. Cottingham hefur viðurnefnið „Torso Killer“ (Búk morðinginn) vegna þess að hann var vanur að skera útlimina af fórnarlömbum sínum og skilja Lesa meira
Segja að svartur maður hafi verið skotinn í hnakkann af lögreglunni í Norður-Karólínu
PressanBandaríska alríkislögreglan FBI hefur hafið rannsókn á manndrápi í Elizabeth City í Norður-Karólínu þann 21. apríl síðastliðinn. Þá skaut lögreglan Andrew Brown Jr, 42 ára svartan mann, til bana. Dómsmálaráðuneytið mun koma að rannsókninni til að skera úr um hvort alríkislög hafi verið brotin. Roy Cooper, ríkisstjóri í Norður-Karólínu, hefur farið fram á að sérstakur Lesa meira
Góður gangur í bandarísku efnahagslífi
PressanÁ nokkrum vikum misstu rúmlega 22 milljónir Bandaríkjamanna vinnuna eftir að heimsfaraldurinn skall á. Þetta var að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni og margir töldu að nú væri erfið efnahagskreppa að skella á. En nú er útlitið öllu bjartara og margir sérfræðingar telja bjarta tíma fram undan í efnahagslífinu. Þegar atvinnuleysið jókst óttuðust margir að það myndi hafa í Lesa meira
Bandaríkin ætla að gefa öðrum löndum 60 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca
PressanBandaríkin hafa ekki þörf fyrir bóluefni frá AstraZeneca og ætla því að gefa öðrum löndum þá 60 milljónir skammta sem þau hafa samið um kaup á. Andy Slavitt, aðalráðgjafi ríkisstjórnarinnar um heimsfaraldurinn, skýrði frá þessu á Twitter. Hann skrifaði að bóluefnin verði gefin „þegar þau eru tiltæk“. „Til allra þeirra sem skiljanlega segja: „Kominn tími til“ eða „eftir hverju Lesa meira
