Pabbinn fór í búð á Svörtum föstudegi og keypti byssu handa syninum – Það var örlagaríkt
PressanSvartur föstudagur er einn af stærstu dögum ársins í Bandaríkjunum í neysluæði landsmanna enda ótrúlegar útsölur í flestum verslunum og sannkallað kaupæði rennur á landsmenn. Síðasta föstudag var einmitt svartur föstudagur og þá fór faðir 15 ára pilts, sem býr í Oxford norðan við Detroit í Michigan, í skotvopnaverslun og keypti hálfsjálfvirka skammbyssu, á útsölu, sem hann gaf piltinum. Þetta Lesa meira
Dularfullt mál – Tveimur konum var hent fyrir framan sitthvort sjúkrahúsið – Nú eru þær báðar dánar
PressanÓhugnanlegt mál verður sífellt óhugnanlegra og hefur nú kostað tvö mannslíf. Það hófst 13. nóvember þegar fyrirsætan Christy Giles og vinkona hennar, arkitektinn Hilda Marcela Cabrales-Arzola, fundust meðvitundarlausar fyrir framan sitthvort sjúkrahúsið í Kaliforníu. Nú eru þær báðar dánar. Christy lést fljótlega eftir að henni var kastað fyrir framan sjúkrahús í Culver City en það voru tveir grímuklæddir menn sem skildu hana eftir þar. Lesa meira
14 af hverjum 15 sem látast af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum eru óbólusettir
PressanNiðurstöður nýrrar rannsóknar, sem byggja á gögnum um 120 milljónir Bandaríkjamanna, sýna að bóluefni gegn kórónuveirunni virka vel til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. Bandaríska smitsjúkdómastofnunin, CDC, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar nýlega en hún byggir á heilbrigðisupplýsingum um rúmlega þriðjung Bandaríkjamanna eða um 120 milljónir. Fólkið býr í 24 ríkjum landsins. Í niðurstöðunni slær CDC því fast að Lesa meira
Bandaríkin dæla olíu úr varabirgðum sínum út á markaðinn
PressanJoe Biden, Bandaríkjaforseti, gaf nýlega út fyrirmæli um að 50 milljón olíutunnur yrðu seldar úr varabirgðum Bandaríkjanna. Markmiðið er að reyna að halda aftur af miklum hækkunum á olíuverði um allan heim. Auk Bandaríkjanna hafa önnur stór lönd gripið til sömu aðgerða. Biden sagði að það muni um þessar 50 milljón tunnur fyrir Bandaríkjamenn sem þurfi að Lesa meira
Joe Biden stefnir á endurkjör
EyjanJoe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur í hyggju að bjóða sig aftur fram til embættisins þegar kosið verður í nóvember 2024. Jan Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi frá þessu í gær. Biden varð 79 ára síðasta laugardag og er elsti maðurinn sem hefur gegnt embætti forseta Bandaríkjanna. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort Biden muni bjóða sig fram á nýjan leik. Hann hafði Lesa meira
Leystu 25 ára gamalt morðmál – Bjórdós varð morðingjanum að falli
PressanSnemma að morgni 3. febrúar 1996 fór Terence Leslie Paquette á fætur en hann starfaði sem verslunarstjóri i Lil‘ Champ Food Store í Orange sýslu í Orlando á Flórída. Hann mætti snemma til vinnu, stimplaði sig inn klukkan 05.39, til að opna verslunina. En verslunin opnaði ekki þennan dag. Vegfarandi veitti því athygli að ekki var búið að kveikja ljós í versluninni klukkan 06.50 og var nokkuð undrandi yfir Lesa meira
Forsetar Kína og Bandaríkjanna ræddu saman í nótt
EyjanXi Jinping, forseti Kína, og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddu saman í nótt í gegnum fjarfundabúnað. Xi Jinping sagðist ánægður með að sjá gamla vin sinn, Joe Biden, og samstarfsfólk hans á þessum fyrsta fjarfundi þeirra. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur verið ansi stirt síðustu árin. Það fór versnandi í stjórnartíð Donald Trump sem veittist oft harkalega að Kínverjum fyrir eitt og annað og hóf Lesa meira
Lenti í klóm raðmorðingja – „Ég skil ekki að ég hafi lifað þetta af“
PressanFabienne Witherspoon, 19 ára, hafði ekki hugmynd um að hún hafði sloppið úr klóm skelfilegs raðmorðingja og hún vissi heldur ekki að hún hafði slasað hann. Það eina sem hún vissi var að hún hafði reynt að bjarga sér og lagt allt að veði. Það var ekki fyrr en löngu síðar sem hún komst að Lesa meira
Eftir 41 árs bið fékk fjölskyldan loks staðfestingu á því sem hún hafði óttast öll þessi ár
PressanÞann 31. október 1980 sást til ferða ungrar stúlku við þjóðvegasjoppu eina í Texas. Hún spurði, að sögn vitna, um hvernig hún kæmist til Texas Department of Correcitons Ellis Prison Farm. Daginn eftir fannst stúlkan látin við þjóðveg 45 í Huntsville í Texas. Henni hafði verið nauðgað, hún kyrkt og líkið skilið eftir nakið í vegkantinum. Í 41 ár var ekki vitað af hvaða stúlku líkið Lesa meira
Handtekin eftir að líkamsleifar tveggja dætra hennar fundust – Hurfu fyrir sex árum
PressanUm síðustu helgi fundust líkamsleifar tveggja systra, sem hurfu fyrir sex árum, á afskekktu svæði í Pennsylvania. Stúlkurnar, sem hétu Jasman og Nicole Snyder, væru 8 og 11 ára ef þær væru á lífi. Þeirra hafði verið saknað síðan 2015. Móðir þeirra, Mary Sue Snyder, hafði alltaf sagt að þær væru hjá vini hennar sem Lesa meira
