fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024

bandaríkin

Dapurleg niðurstaða – Mikil fjölgun dauðsfalla

Dapurleg niðurstaða – Mikil fjölgun dauðsfalla

Pressan
12.11.2022

Á meðan á heimsfaraldur kórónuveirunnar var í hámarki fjölgaði dauðsföllum af völdum áfengisneyslu mjög mikið í Bandaríkjunum. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá var sorglegt met í þessum efnum sett 2020. Þá fjölgaði dauðsföllum, sem tengjast áfengisneyslu beint, um 26%. Samtals létust um 52.000 Bandaríkjamenn af völdum áfengisneyslu það árið en 2019 voru andlátin 39.000. The Guardian skýrir Lesa meira

Er þetta óvenjulegasti bandaríski þingmaðurinn? – Vill helst ekki kalla sig stjórnmálamann

Er þetta óvenjulegasti bandaríski þingmaðurinn? – Vill helst ekki kalla sig stjórnmálamann

Eyjan
10.11.2022

Á þriðjudaginn var John Fetterman kjörinn á þing í kosningunum í Bandaríkjunum. Hann mun taka sæti í öldungadeild þingsins. Hann hefur verið bæjarstjóri, vararíkisstjóri og nú er hann orðinn öldungadeildarþingmaður. En sjálfur vill hann helst ekki kalla sig stjórnmálamann, hann kýs frekar að kalla sig starfsmann félagsmálayfirvalda. Hann er rúmlega tveir metrar á hæð, herðabreiður Lesa meira

Vann 300 milljarða í lottó

Vann 300 milljarða í lottó

Pressan
09.11.2022

Hann hlýtur að vera glaður bandaríski lottóvinningshafinn sem vann rétt rúmlega 2 milljarða dollara í lottói í gær. Þetta svarar til tæplega 300 milljarða íslenskra króna og er þetta hæsti lottóvinningur sögunnar. CNN skýrir frá þess og segir að vinningshafinn hafi átt miða í Powerball lottóinu. Miðinn í því kostar tvo dollara, 291 krónur. Þátttakendur velja fimm tölur Lesa meira

Ekkert jólahangikjöt til Bandaríkjanna

Ekkert jólahangikjöt til Bandaríkjanna

Fréttir
08.11.2022

Hugsanlega er hefðbundið jólahald Íslendinga í Bandaríkjunum í uppnámi. Ástæðan er að það gæti reynst erfitt fyrir þá að fá hangikjöt. Morgunblaðið segir að yfirvöld matvælamála hafi tilkynnt um hertar reglur um innflutning á kjöti til landsins. Þetta þýðir að DHL-flutningsmiðlunin treystir sér ekki lengur til að taka við sendingum til Bandaríkjanna ef þær innihalda kjöt. Lesa meira

Trump boðar stórtíðindi í næstu viku

Trump boðar stórtíðindi í næstu viku

Eyjan
08.11.2022

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, kom fram á kosningafundi í Ohio í gær til að styðja frambjóðendur Repúblikanaflokksins í ríkinu til þingkosninganna sem fara fram í dag. Á fundinum boðaði hann stórtíðindi í næstu viku. „Ég mun koma með mjög stórar fréttir þriðjudaginn 15. nóvember  í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída,“ sagði Trump á fundinum. Hann fór ekki nánar út í hvaða tíðindi þetta eru en margir Lesa meira

Bandaríkin senda B-52 sprengjuflugvélar til Ástralíu – Geta borið kjarnorkuvopn

Bandaríkin senda B-52 sprengjuflugvélar til Ástralíu – Geta borið kjarnorkuvopn

Pressan
05.11.2022

Bandarísk stjórnvöld ætla að senda allt að sex B-52 sprengjuflugvélar til norðurhluta Ástralíu og staðsetja þær í herstöð þar. Vélar af þessari tegund geta borið kjarnorkuvopn. Sky News skýrir frá þessu og segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin á sama tíma og spennan á milli Bandaríkjanna og Kína fer vaxandi, sérstaklega vegna Taívan. Aðstaða verður sett upp Lesa meira

FBI varar við – Telur árás yfirvofandi

FBI varar við – Telur árás yfirvofandi

Pressan
04.11.2022

Bandaríska alríkislögreglan FBI sendi í gær frá sér viðvörun vegna yfirvofandi árásar. Segist FBI hafa fengið trúverðugar upplýsingar um „víðtæka ógn sem steðji að bænahúsum gyðinga“ í New Jersey. ABC News skýrir frá þessu og segir að FBI hafi skýrt frá þessu á Twitter og beðið alla um að vera á varðbergi. Segir FBI að frekari upplýsingar verði birtar um leið og það sé hægt. Ekki kemur fram hvernig Lesa meira

Rússneska kreditkortið í mótvindi – Bandaríkjamenn eiga stóran hlut að máli

Rússneska kreditkortið í mótvindi – Bandaríkjamenn eiga stóran hlut að máli

Fréttir
29.10.2022

Eftir þrýsting frá Bandaríkjunum hafa tyrkneskir bankar slitið tengslum við rússneska greiðslukerfið Mir. Þetta er þungt högg fyrir ráðamenn í Moskvu sem hafa veðjað á tengingar við Tyrkland á fjármálasviðinu í kjölfar refsiaðgerða Vesturlanda. Rússar hafa verið útilokaðir frá alþjóðlegum greiðslukerfum og hafa unnið hörðum höndum að því að breiða sitt eigið greiðslukerfi, Mir, út. Allt þar til ágúst Lesa meira

Bandaríkin tilbúin með fleiri vopn fyrir Úkraínumenn – Eiga að gera mikið gagn á vígvellinum

Bandaríkin tilbúin með fleiri vopn fyrir Úkraínumenn – Eiga að gera mikið gagn á vígvellinum

Fréttir
17.10.2022

Í ljósi „grimmdarlegra flugskeytaárása á óbreytta borgara“ hafa bandarísk stjórnvöld ákveðið að veita 725 milljónum dollara til aðstoðar við Úkraínu. Peningarnir verða notaðir til að kaupa vopn og skotfæri fyrir úkraínska herinn. Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði að horfa þurfi á þessa aðstoð í ljósi „grimmdarlegra flugskeytaárása Rússa á óbreytta borgara um alla Úkraínu“. Hann lagði einnig Lesa meira

Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan í nótt – Bandaríkin segjast reiðubúin til að verja Japan

Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan í nótt – Bandaríkin segjast reiðubúin til að verja Japan

Pressan
04.10.2022

Bandarísk stjórnvöld telja eldflaugaskot Norður-Kóreu í nótt bæði „hættulegt og tillitslaust“ en eldflauginni var skotið yfir Japan og voru íbúar beðnir um að leita skjóls. Adrienne Watson, talskona þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, ræddi málið í nótt og sagði að Bandaríkin standi við loforð sitt um verja Suður-Kóreu og Japan en útiloki ekki viðræður við einræðisstjórnina í Norður-Kóreu. Eldflaugin, Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af