fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 12:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp fyrrum stjóri Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna andláts Diogo Jota og bróður hans sem létust í bílslysi í nótt.

Jota var keyptur til Liverpool árið 2020 þegar Klopp var stjóri liðsins og var samband þeirra einstakt.

Segja má að lífið hafi aldrei verið eins gott og undanfarið fyrir Jota, hann varð Englandsmeistari með Liverpool í vor, hann vann Þjóðadeildina með Portúgal í sumar og gifti sig svo fyrir tveimur vikum. Hann átti þrjú börn með eiginkonu sinni.

Hann var 28 ára gamall þegar hann lést en Jota gerði vel fyrir Liverpool og var í stóru hlutverki í landsliði Portúgals.

Yfirlýsing Jurgen Klopp:

Þetta er augnablik sem ég í erfiðleikum með!

Það hlýtur að vera eitthvað stærra sem þér er ætlað!

Ég sé það samt ekki núna!

Ég er með brotið hjarta að heyra af andláti Diogo og bróður hans Andre.

Diogo var ekki bara frábær leikmaður heldur frábær vinur, gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn!

Við munum sakna þín svo mikið!

Allar mínar bænir og styrkur fer til Rute, krakkana, fjölskyldunnar, vina og allra sem elskuðu hann!

Hvíldu í friði – Ást

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

EM: Noregur vann Sviss

EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Í gær

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Í gær

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“