Logi Tómasson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands og spilaði vel í 2-2 jafntefli Íslands og Frakklands í undankeppni HM í kvöld.
Leikurinn á Laugardalsvelli var spennandi þar íslenska liðið komst yfir en Frakkar komust svo í 2-1. Það var svo Kristian Nökkvi Hlynsson sem jafnaði fyrir okkar menn.
„Gaman að standa í þeim og það eru gæði í þeirra liði, það er bara gaman,“ sagði Logi eftir leikinn.
Logi hafði ekki byrjað nokkra landsleiki í röð en kom inn í kvöld og skilaði sínu. „Ég var solid í kvöld, mér leið vel á vellinum og mikilvægt fyrir mig að spila þennan leik.“
„Þetta var leikur sem við höfðum engu að tapa í, við fórum upp á völlinn og reyndum að pressa þau.“
Íslenska liðið er nú þremur stigum á eftir Úkraínu í riðlinum þegar tvær umferðir eru eftir.