Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari var heilt yfir sáttur við sigur Íslands á Grænhöfðaeyjum í kvöld.
Ísland vann mjög öruggan 34-21 sigur, en um var að ræða fyrsta leikinn á mótinu. Nánar.
„Ég er bara þokkalega sáttur. Auðvitað hefði ég viljað gera betur í seinni hálfleik. Það er eitt og annað sem verður til þess að við náum ekki að fylgja eftir fyrri hálfleiknum, rauða spjaldið á Elliða kannski aðeins riðlar því,“ sagði Snorri við RÚV eftir leik.
Hann gat lítið sagt um það hvort mennirnir sem byrjuðu leikinn saman í kvöld gerðu það áfram.
„Mér finnst leiðinlegt að vera að tala um einhver byrjunarlið. Ég er ekkert hræddur við að rótera liðinu ef svo ber undir. Ég þarf á öllum mínum mönnum að halda ef við ætlum að ná langt í þessu móti,“ sagði Snorri.