fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Sport

Skammarleg framkoma fyrirliða gagnvart boltastrák

Liam Kelly þarf að svara til saka hjá enska knattspyrnusambandinu fyrir ofbeldisfulla hegðun

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. febrúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liam Kelly, fyrirliði Leyton Orient, sýndi af sér óafsakanlega og óíþróttamannslega hegðun í leik gegn Plymouth í ensku fjórðu deildinni á dögunum þegar hann hrinti boltastrák heimaliðsins um koll. Myndband af atvikinu hefur vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum í vikunni en Kelly hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ofbeldisfulla hegðun.

Meðfylgjandi myndbandi er úr leik liðanna á þriðjudagskvöld, sem Leyton vann 3-2. Eitthvað var Kelly að flýta sér og illa fyrir kallaður þegar lið hans fékk hornspyrnu og fannst boltastrákurinn, hinn 17 ára gamli Jake McLean eitthvað lengi að skila af sér boltanum. Eins og sést á myndbandinu virðist McLean vera í þann mund að kasta boltanum til leikmanns Leyton sem er á leið út að hornfána til að taka hornspyrnuna. Kelly veitist að honum og hrindir honum í jörðina.

McLean segir í samtali við enska fjölmiðla að Kelly hafi ekki beðist afsökunar á hegðun sinni, en kallaði þó ekki sérstaklega eftir því að hann hlyti bann fyrir framgönguna.

„Ég upplifði það ekki þannig að ég væri eitthvað svifaseinn, eða að hafa áhrif á leikinn á nokkurn hátt. Þetta var bara algjört virðingarleysi. Ég var bara að reyna að sinna mínu starfi,“ segir sjálfboðaliðinn McLean.

Uppfært: Kelly hefur fengið 6 leikja bann fyrir framkomu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert svarar spurningum um sjálfan sig – „Það gerir mig feitan en hann er góður“

Albert svarar spurningum um sjálfan sig – „Það gerir mig feitan en hann er góður“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gary opnar sig um brotthvarfið frá KR – „Það veit þetta eiginlega enginn“

Gary opnar sig um brotthvarfið frá KR – „Það veit þetta eiginlega enginn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“
433Sport
Í gær

Silva aftur heim

Silva aftur heim
433Sport
Í gær

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar