fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Sport

Martin Keown gaf Gumma Ben ískalt augnaráð

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. júní 2016 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Keown, fyrrverandi miðvörður Arsenal og enska landsliðsins, virtist ekki vera í sjöunda himni þegar íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson missti stjórn á sér þegar flautað var til leiksloka í leik Íslands og Englands á mánudagskvöld.

Síminn birti á Twitter-síðu sinni í gær myndband, sem búið var að texta, sem sýnir Guðmund lýsa síðustu sekúndunum sem voru æsispennandi. Martin Keown var á leiknum og sat hann aðeins örfáum metrum frá Guðmundi þar sem hann lýsti leiknum fyrir lesendur Daily Mail.

Vefútgáfa Daily Mail, Mail Online, fjallar um þetta á vef sínum og gerir góðlátlegt grín að Keown sem er gallharður stuðningsmaður enska landsliðsins, að sjálfsögðu.

Í umfjölluninni kemur fram að Guðmundur hafi vakið mikla athygli fyrir fjörugar lýsingar sínar á mótinu. Fréttin hefur vakið talsverða athygli og hafa margir skrifað athugasemdir við hana. Margir hrósa íslenska liðinu, aðrir hrósa Guðmundi á meðan enn aðrir finna enska landsliðinu allt til foráttu. Einn, sem hrósar Guðmundi, segir til dæmis:

„Hahaha, frábært! Af hverju getum við ekki átt svona lýsendur? Ég vona, vona að Ísland vinni Frakkland í 8-liða úrslitunum. Það væri frábært. ÁFRAM GUMMI!“

Myndbandið má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sancho hefur engan áhuga á því að snúa aftur til United

Sancho hefur engan áhuga á því að snúa aftur til United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af