fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Sport

Guðjón Þórðarson: Íslendingar hafa ódrepandi vilja og ástríðu

Stoltur af liðinu og á von á hörkuleik við Frakka

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. júní 2016 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, gleðst svo sannarlega yfir árangri íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Guðjón segir að mikil ástríða og styrkur sé uppskrift að góðum árangri og það á við um íslenska liðið í þessu tilfelli. Guðjón var landsliðsþjálfari á árunum 1997-99 og undir hans stjórn var liðið nálagt því að tryggja sér sæti í lokakeppni mótsins sem haldin var í Belgíu og Hollandi árið 2000. Guðjón á einn landsleik að baki sem leikmaður.

Framgangan fyllir manni stolti

,,Ég er ofsalega ánægður með framgöngu liðsins og hún fyllir manni stolti. Þessi árangur kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart. Við erum búin að sjá að það er allt hægt og ég held það hafi sannast gegn Hollendingum í forkeppninni hvað býr í íslenska liðinu. Sigur liðsins í Amsterdam var staðfesting á því að liðið hefur yfir að ráða burðum til að fara langt,“ sagði Guðjón Þórðarson.

Á bak við liðið er frábær umgjörð

,,Þróunin hjá liðinu hefur verið jöfn og stígandi og þetta hefur allt farið í sömu áttina. Það er mikið undir og á bak við liðið er frábær umgjörð. Hún gerist varla betri og er í samanburði við bestu lið í heiminum í dag. Það er ekkert sem vantar upp á, leikmönnum líður vel og þeir geisla af gleði. Englendingar búa yfir frábæri umgjörð en það er ekki nóg eins og bersýnilega kom í ljós í leiknum á móti okkur í Nice í gærkvöldi. Það vantar alla ástríðu í enska liðið og þessa þrá til að sigra. Það var stigsmunur á liðunum á vellinum hvað þetta varðar. Íslendingar höfðu ódrepandi vilja og ástríðu til að láta hlutina ganga,“ sagði Guðjón.

Guðjón sagði ennfremur að sparkspekingar og almenningur í Englandi undrast að íslenska liðið skildi ekki hafabrotnað saman eftir að hafa fengið mark á sig svona snemma leiks. Það hafi ekki slegið íslenska liðið út af laginu, það hafi aftur á móti bara eflast. Svipað dæmi hafi komið upp í leiknum á móti Tékkum í forkeppninni. Þá setti íslenska liðið bringuna fram og hökuna upp og réðust á Tékkana.

Möguleikar í stöðunni gegn Frökkum

Hvernig sérðu þú framhaldið hjá íslenska liðinu í keppninni?

,,Leikurinn við Frakka verður erfiður en Frakkarnir hafa á að skipa mun betra liði en Englendingar. Ef við ætlum að ná góðum úrslitum við Frakka þurfum við að eiga betri leik en síðast. Íslenska liðið er á hinn bóginn til alls líklegt. Munurinn á enska og franska liðinu er sá að það eru einstaklingar í franska liðinu sem geta gert hluti upp á eigin spýtur. Það er ennfremur mun meira jafnvægi á Frökkunum og betri samsetning á allan hátt. Viðureignin við Frakka verður því erfið en eins og Íslendingar hafa leikið eru vissulega möguleikar í stöðunni. Ég á von á hörkuleik og við eigum harma að efna á Stade de France, síðast var heppnin með þeim og spurning núna hvort heppnin falli ekki með okkur.“

Frammistaða Íslendinga hefur því fært þér sem öðrum ómælda gleði og ánægju?

,,Já, svo sannarlega. Ég er mikið stoltur af liðinu og framhaldið er óneitanlega spennandi,“ sagði Guðjón Þórðarson.

Frétt uppfærð

DV hefur lokað fyrir athugasemdir við þessa frétt vegna ósæmilegra ummæla sem viðhöfð voru. DV harmar þau og hvetur fólk til að sýna tillitsemi og vanda orðaval sitt í athugasemdakerfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum