fbpx
Sunnudagur 14.september 2025

Veiðistaðakynning í Bíldsfelli n.k. sunnudag

Gunnar Bender
Fimmtudaginn 14. maí 2020 22:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veiðistaðakynning verður haldin sunnudaginn 17.maí í Soginu í landi Bíldsfells. Þetta magnaða bleikju – og laxasvæði á sína mögnuðu punkta og mun Karl Lúðvíksson leiðsögumaður fara með fólk um svæðið og afhjúpa alla leyndardóma svæðisins.

Þarna gefst fólki tækifæri á að læra meira um þetta margrómaða svæði sem er þó leyndardómur og óvissa fyrir marga. Farið verður yfir vaðleiðir, heitustu punktarnir sýndir og góð kynning á helstu veiðistöðum hvort sem það er fyrir silungs eða laxveiðimenn.

Mæting er klukkan 10:00 næsta sunnudagsmorgunn við veiðihús Bíldsfells og gengið með bökkum. Boðið verður upp á léttar veitingar. Þá er mælt með því að vera klædd eftir veðri. Félagsmenn og aðrir gestir eru hjartanlega velkomnir!

Skráning er á netfangið: svfr@svfr.is

Leiðarlýsing að veiðihúsi: Ef komið er frá Reykjavík er beygt til vinstri upp Grafningsveg (vegur 350) áður en komið er að brúnni yfir Sogið hjá Þrastarlundi. Að afleggjaranum að Bíldsfelli eru um 5 km. Sá afleggjari er ekinn alveg niður að á, þar sem veiðihúsið stendur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fókus
Í gær

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús
Pressan
Í gær

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix