fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025

Allir félagsmenn SVFR fá gjafabréf til kaupa á veiðileyfum

Gunnar Bender
Mánudaginn 11. maí 2020 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir félagsmenn SVFR fá 10.000 króna gjafabréf til kaupa á veiðileyfum í vefverslun SVFR samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins. Gjafabréfið er hægt að nýta til kaupa á veiðileyfum á öllum ársvæðum félagsins í sumar að frátöldum Elliðaánum. Þá hafa inntökugjöld fyrir nýja félagsmenn verið felld niður tímabundið og því geta nýir félagar bæst í hópinn án þess að greiða sérstaklega fyrir inngönguna.

Eingöngu er greitt árgjald, sem er fljótt að borga sig þar sem félagar m.a. greiða 20% lægra verð af leyfum en utanfélagsmenn. Við skorum á alla félagsmenn að hvetja vini og veiðifélaga til inngöngu, enda er félagið þeim mun öflugra sem félagsmenn eru fleiri

Með gjafabréfinu og niðurfellingu inntökugjalda vill félagið koma til móts við félagsmenn sem hafa vafalaust ekki farið varhluta af ríkjandi samfélagsaðstæðum. Það er heldur ekkert launungarmál að ástandið kemur illa við Stangaveiðifélag Reykjavíkur en unnið er að því að koma félaginu klakklaust í gegnum storminn.

Starfsmenn og stjórn er fullviss um að það takist, ekki síst ef félagsmenn leggjast á árar með félaginu. Hagsmunir félagsmanna og Stangaveiðifélagsins eru samofnir og því nýtist það sem hér hefur verið kynnt báðum vel.

Eins og áður sagði gildir gjafabréfið til kaupa á veiðileyfum í sumar en þó með því skilyrði að þau séu keypt á tímabilinu frá 10. til 25. maí. Sami tímarammi gildir um afnám inntökugjaldsins fyrir nýja meðlimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“