fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Vorveiðin að komast á fleygiferð

Gunnar Bender
Laugardaginn 2. maí 2020 23:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er sumarið komið og vorveiðin að komast á fullt skrið.  Elliðárnar opnuðu 1. maí og veiði í Varmá að hrökkva í gang eftir að hafa verið erfið viðureignar síðustu vikur vegna vatnsstöðu.

Þær stöllur Dögg Hjaltalín og Sandra Morthens kíktu í Varmánna í fyrradag og má með sanni segja að þær skemmtu sér konunglega. Neðstu staðir árinnar voru stunduð og skylst okkur að þarna hefði verið vorblær í lofti og góð stemmning hjá konum og fiskum. Lönduðu þær fallegum fiskum og nutu góða veðursins í botn.Þær sendu okkur síðan smá frásögn af deginum.

,Okkur vinkonurnar var farið að langa svo að veiða að við ákváðum að skella okkur í Varmá í tvo daga. Við höfðum aldrei veitt þar áður og því fengum við þaulreynda leiðsögumanninn Sigþór Stein Ólafsson til að fara með okkur. Hann kenndi okkur andstreymisveiði sem er ótrúlega skemmtileg og krefjandi og hélt hann okkur við efnið allan daginn. Aðstæður voru eins og best verður á kosið þegar kemur að því að standa á bakkanum, sól og nánast logn sem hjálpaði til við að mastera köstin. Fyrsta takan var geggjuð og það fór allt í rugl. Sigþór tók í línuna hjá mér og ég tók eitt hringspor á bakkanum, svo náði ég yfirtökum og eftir það gekk allt eins og í sögu. Stærsti birtingurinn var 66 cm og hann kom í lokin en það var strangheiðarleg og löng barátta, hann stökk nokkrum sinnum og rauk niður ánna og við eltum bara í rólegheitunum. Þessi dagur var snilld í alla staði en fjórir fiskar á land í apríl í sól og blíðu er betra en í lygasögu.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun