fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025

Sandá í Þistilfirði til Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Gunnar Bender
Miðvikudaginn 15. apríl 2020 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

SVFR og Veiðifélag Sandár hafa undirritað samning um langtímasamstarf, frá og með sumrinu 2021. Það eru söguleg tíðindi, því allt frá árinu 1964 hefur áin verið í leigu hjá lokuðum hópi einstaklinga – veiðifélaginu Þistlum – sem hafa skipt veiðitímabilinu á milli sín. Áin hefur fyrir vikið verið sveipuð mikilli dulúð og mun færri komist að henni en hafa viljað.

„Það er í einu orði sagt stórkostlegt fyrir SVFR að geta boðið sínum félagsmönnum leyfi í þessari perlu Þistilfjarðar, sem er í hópi albestu laxveiðiáa landsins. Hún eykur fjölbreytnina í ársvæðaflóru SVFR, þar sem áin er í sjálfsmennsku og fellur fullkomnlega að þörfum margra félagsmanna. Þá er Sandá sannkölluð stórlaxaá og er ánægjuefni að bæta slíku ársvæði við þá flóru sem við höfum upp á að bjóða. Það er stórkostleg upplifun að veiða Sandá. Hún er margslungin og fjölbreytt, því bæði er veitt í tilkomumiklum gljúfrum, í straumþungum strengjum, guðdómlegum breiðum og löngum, djúpum hyljum. Sandá býður einfaldlega upp á allt,“ segir Jón Þór Ólason, formaður SVFR.

Veiðisvæði Sandár er um 14 km langt frá sjávarósi og allt upp að Sandárfossi. Veitt er á 3 – 4 stangir og eru merktir veiðistaðir um 40 talsins. Vegna leyndarinnar sem hvílt hefur yfir Sandá er lítið til að mynd- og kynningarefni, en SVFR mun bæta úr því og kynna þessa kyngimögnuðu á vandlega áður en sala veiðileyfa hefst síðar á árinu.

„Við erum stolt af því að landeigendur við Sandá hafi valið að ganga til samninga við SVFR þegar ákvörðun lá fyrir um að endurnýja ekki samning við núverandi leigutaka. Við munum leggja okkur öll fram við að vernda og hlúa að þessari miklu veiðiperlu og hlökkum mjög til samstarfsins við heimamenn um frekari uppbyggingu ársvæðisins. Þetta eru mikil tímamót enda eru það margir sem eiga þann draum að egna fyrir stórlaxinn í Sandá,“ segir Jón Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Skítamál Kópavogs og Garðabæjar enn þá óleyst – Sprettsmenn segja að bæirnir verði að taka við taðinu

Skítamál Kópavogs og Garðabæjar enn þá óleyst – Sprettsmenn segja að bæirnir verði að taka við taðinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Réttarhöld verða opin í viðkvæmu ærumeiðingarmáli gegn Möggu Frikka – Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms

Réttarhöld verða opin í viðkvæmu ærumeiðingarmáli gegn Möggu Frikka – Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Diljá Mist Einarsdóttir: Hægri menn eru miklu prúðari en vinstri menn – stjórnarandstaðan samheldnari en áður

Diljá Mist Einarsdóttir: Hægri menn eru miklu prúðari en vinstri menn – stjórnarandstaðan samheldnari en áður
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum