fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Pressan

Fyrrum Rússlandsforseti segir Finnland undirbúa sig undir stríð við Rússa

Pressan
Þriðjudaginn 9. september 2025 11:07

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti og næstráðandi í þjóðaröryggisráði landsins, segir að Finnar séu að leggja grunninn að mögulegri árás NATO á Rússland. Þetta kemur fram í grein sem fyrrum forsetinn ritar hjá ríkisrekna miðlinum TASS.

Medvedev heldur því meðal annars fram í greininni að Finnar hafi í raun brotið samkomulag sem þjóðirnar tvær gerðu í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar en að mati miðilsins Meduza minnir orðræða Medvedev töluvert á orðræðu núverandi forseta Rússlands, Vladimir Pútins, í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. Pútín hélt því þá fram að ef Úkraína gengi í NATO væri fyrirséð að hernaðarbandalagið myndi nýta tækifærið til að ráðast gegn Rússlandi. Stjórnvöld í Rússlandi halda þessu sama enn fram – að innrásin hafi verið fyrirbyggjandi hernaðaraðgerð til að bregðast við ógninni að vestan.

Medvedev telur að aukinn viðbúnaður Finna á landamærunum bendi til þess að landið sé að undirbúa sig fyrir stríð. Eins hafi Rússar tekið eftir aukinni viðveru NATO í Finnlandi þar sem bætt hefur verið í innviði og annað, til dæmis sé verið að reisa nýjar herstöðvar við landamærin.

Finnski ríkismiðillinn Yle greinir þó frá því að samkvæmt gervihnattamyndum standi nú yfir umfangsmiklar framkvæmdir Rússlandsmegin við landamærin og ljóst sé að þar hafi varnir verið styrktar töluvert og að þessar aðgerðir hafi þegar verið hafnar löngu áður en Finnar bættu í sínar varnir.

Finnar gengu í NATO í apríl árið 2023, Rússum til lítillar gleði.

Sá einnig: Finnar búa sig undir það „hið versta“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Föttuðu hálfri öld seinna að mamman hafði bjargað gersemi frá glötun

Föttuðu hálfri öld seinna að mamman hafði bjargað gersemi frá glötun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Þjóðverji sem var talinn hafa dáið fannst á lífi

Harmleikurinn í Lissabon: Þjóðverji sem var talinn hafa dáið fannst á lífi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið