fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Pressan
Þriðjudaginn 9. september 2025 06:00

Morðið hefur vakið mikinn óhug.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjáröflun fyrir mann sem er í haldi vegna morðs í strætisvagni í borginni Charlotte í Bandaríkjunum þann 22. ágúst síðastliðinn hefur vakið talsverða reiði.

Iryna Zarutska, 23 ára kona frá Úkraínu, var á leið heim úr vinnu þetta örlagaríka kvöld þegar hinn 35 ára gamli Decarlos Brown Jr. stakk hana fyrirvaralaust í hálsinn.

Á hrollvekjandi upptöku úr öryggismyndavél í vagninum sést þegar Iryna situr í símanum í sæti sínu og fyrir aftan hana situr Decarlos. Hann dregur skyndilega upp eggvopn og stingur Irynu beint í hálsinn. Hann sést svo ganga í rólegheitum burt á meðan Irynu blæðir út.

Iryna kom sem flóttamaður frá Úkraínu til Bandaríkjanna í kjölfar innrásar Rússa árið 2022.

Brown hefur eytt stærstum hluta sinna fullorðinsára í fangelsi og var á skilorði þegar hann stakk Irynu. Samt sem áður var blásið til söfnunar fyrir hann á vefnum GoFundMe þar sem fram kom að hann væri fórnarlamb bilaðs réttarkerfis. Var markmiðið með söfnuninni að safna fyrir lögfræðikostnaði hans.

„Þó það sem gerðist í Blue Line-lestinni hafi verið harmleikur, þá má ekki gleyma því að Decarlos Brown Jr. hefur kerfisbundið verið svikinn af réttarkerfinu og geðheilbrigðiskerfinu í Norður-Karólínu og ber því ekki alla ábyrgð á því sem gerðist,“ sagði meðal annars í lýsingu söfnunarinnar.

Þegar fregnir af söfnuninni fóru á flug braust út mikil reiði á samfélagsmiðlum, að því er segir í frétt Mail Online. Þessi gagnrýni virðist nú hafa orðið til þess að forsvarsmenn GoFundMe fjarlægðu söfnunina af vefsíðunni.

Önnur fjáröflun sem fjölskylda Irynu stofnaði er hins vegar enn í gangi og hafa hátt í tíu milljónir króna safnast þegar þetta er skrifað. Í lýsingu söfnunarinnar kom fram að hún hafi farið til Bandaríkjanna í „leit að öryggi frá stríðinu“ og „í von um nýtt upphaf“ áður en hún var myrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“
Pressan
Í gær

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu