fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Pressan

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína

Pressan
Þriðjudaginn 30. september 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjulegt mál er nú komið fyrir dómstóla í New York sem varðar hinn 53 ára Lorenz Kraus sem sakaður er um að hafa drepið báða foreldra sína árið 2017.

Lorenz mætti í viðtal við WRGB-sjónvarpsstöðina á dögunum þar sem hann játaði berum orðum að hafa myrt foreldra sína. Hann var handtekinn skömmu eftir að viðtalið var sýnt en þegar hann kom fyrir dóm á föstudag neitaði hann sök.

Áður en að viðtalinu kom hafði lögregla hafið rannsókn á hvarfi foreldra Lorenz. Þau voru enn að fá eftirlaunagreiðslur þó að ekkert hefði spurst til þeirra árum saman og það þótti grunsamlegt í meira lagi.

Lögregla framkvæmdi loks húsleit á heimili foreldranna í Albany í New York-ríki og varð það til þess að lík þeirra fundust grafin í garðinum.

Eftir að líkin fundust var fjallað í staðarmiðlum og óskaði Lorenz sjálfur eftir því að koma í viðtal til að lýsa sinni hlið á málinu. Til að byrja með var hann tregur til að lýsa aðkomunni að dauða foreldra sinna en þegar leið á viðtalið kom meira og meira fram í dagsljósið.

Lorenz sagðist hafa drepið foreldra sína þar sem þau glímdu bæði við alvarlegan heilsubrest. Viðurkenndi hann að hafa kæft þau á heimili þeirra og komið líkunum svo fyrir í garðinum. Þegar hann var spurður sagði hann að foreldrar hans hafi ekki beinlínis beðið um að deyja en hann hafi litið svo á að hann væri að gera þeim greiða.

Verjandi Lorenz segir að umrætt viðtal hafi ekkert vægi í málinu og það mætti líkja því við þvingaða játningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson