fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Pressan

„Martraðarbakteríur“ sækja í sig veðrið í Bandaríkjunum

Pressan
Miðvikudaginn 24. september 2025 16:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýkingum af völdum svokallaðra martraðarbaktería (e. nightmare bacteria) fjölgaði um 70 prósent frá árinu 2019-2023 samkvæmt nýrri skýrslu sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC). Um er að ræða bakteríur sem er erfitt að eiga við þar sem þær eru að miklu leyti sýklalyfjaónæmar. Aðeins tvö sýklalyf virka gegn þessum sýkingum og eru lyfin bæði dýr og þurfa að vera gefin um æð.

Samkvæmt skýrslunni má einkum rekja þessa aukningu til baktería sem eru með svokallað NDM-gen, eða New Delho Metallo-beta-lactamase. Genið veldur því að bakterían verður ónæm fyrir nánast öllum þekktum sýklalyfjum, sem gerir meðferð torvelda. Ekki nóg með það heldur getur genið hæglega flust á milli ólíkra baktería og gert þær sömuleiðis sýklalyfjaónæmar.

Til að byrja með voru bakteríur af þessari tegund sjaldséðar og tengdust einkum sjúklingum sem höfðu leitað læknismeðferðar erlendis. Tæknilega séð eru tilfellin í Bandaríkjunum enn fá en þeim hefur fjölgað nægilega mikið til að vekja alvarlegar áhyggjur.

„Aukning NDM-tilfella í Bandaríkjunum er alvarleg hætta og vekur miklar áhyggjur,“ segir David Weiss, sérfræðingur í smitsjúkdómum hjá Emory-háskólanum, í samtali við NBC. Líklegt er talið að margir einstaklingar séu óafvitandi smitberar fyrir þessar bakteríur.

Læknirinn Maroya Walters kom að skýrslu CDC og segir að NDM-bakteríur gætu orðið til þess að hversdagslegar sýkingar, sem áður hefur verið auðvelt að uppræta, verði þrálátar og erfiðar viðeignar. CDC hefur undanfarin ár varað við martraðarbakteríum með sýkalyfjaónæmi. Sérstaklega þeim sem eru ónæmar fyrir carbapenem sýklalyfjum sem gjarnan eru seinasta úrræðið í meðferð alvarlegra sýkinga. Starfsmenn CDC rannsökuðu 4.341 dæmi um bakteríusýkingar þar sem um carbapenem-ónæmar bakteríusýkingar var að ræða, en 1.831 voru með NDM-genið. Tilfellum carbapenem-ónæmra sýkinga fjölgaði um 460 prósent á árunum 2019-2023.

Rannsakendur telja að þessa aukningu megi að einhverju tengja við COVID-19 faraldurinn, enda hafi sýklalyfjanotkun þá verið mikil og óhófleg sem hafi mögulega stuðlað að ónæmi.

Nánar má lesa um málið hjá NBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrottalegt morð táningsstúlku veldur enn heilabrotum rúmum áratug síðar

Hrottalegt morð táningsstúlku veldur enn heilabrotum rúmum áratug síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Farþegi lést um borð í flugi til Kanaríeyja

Farþegi lést um borð í flugi til Kanaríeyja