fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Pressan

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Pressan
Miðvikudaginn 24. september 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundruð ríkisstarfsmanna sem misstu störf sín í niðurskurðaraðgerðum Elon Musk og DOGE-deildar hans hefur nú verið boðið aftur til vinnu. Margir þessara starfsmanna höfðu þegið rausnarlega starfslokasamninga sem hið opinbera bauð þeim til að losna við þá. Þetta þýðir að starfsmenn snúa nú aftur til starfa eftir það sem kalla má sjö mánaða leyfi á fullum launum.

Einkum eru þetta starfsmenn sem störfuðu hjá stofnun hjá hinu opinbera sem sinnir svipuðu hlutverki og Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir hér á landi. Stofnunin kallast The General Service Administration (GSA) og heldur utan um fasteignir hins opinbera. Hundruð starfsmönnum var í vikunni boðið aftur til vinnu, en þeir hafa vikuna til að ákveða hvort þeir þiggja boðið eða ekki. AP News tekur fram að GSA hafi borið gífurlegan kostnað undanfarna mánuði vegna niðurskurðaraðgerða Musk. Bæði þurfti stofnunin að greiða út marga starfslokasamninga en síðan kom á daginn að svo mörgum hafði verið sagt upp að stofnunin gat ekki lengur sinnt hlutverki sínu.

„Það var raunin að útkoman varð sú að stofnunin endaði óstarfshæf og undirmönnuð,“ segir Chad Becker, fyrrum sérfræðingur hjá GSA. „Þau höfðu ekki fólkið til að halda úti grunnstarfsemi.“

GSA er ekki eina ríkisstofnunin sem telur að Musk og félagar hafi gengið of langt en skattaeftirlitið (IRS) hefur gefið út að sumum starfsmönnum, sem þáðu starfslokasamninga í byrjun árs, hafi verið boðið aftur til vinnu og það sama á um National Park Service sem heldur utan um þjóðgarða Bandaríkjanna.

AP News tekur fram að þegar allt er komið til alls hafi öfgafullar niðurskurðaraðgerðir Musk og DOGE skilað litlum sem engum sparnaði fyrir hið opinbera.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrottalegt morð táningsstúlku veldur enn heilabrotum rúmum áratug síðar

Hrottalegt morð táningsstúlku veldur enn heilabrotum rúmum áratug síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Farþegi lést um borð í flugi til Kanaríeyja

Farþegi lést um borð í flugi til Kanaríeyja