Ekki hefur verið mikið fjallað um stríðið á milli Kambódíu og Armeníu. Fáir hafa í reynd heyrt um þessi átök, það er að segja aðrir en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Ekki hafa þó áhyggjur því Trump fullyrðir að hann hafi stillt til friðar milli landanna.
Það var um helgina sem Trump montaði sig af því hversu vel honum hefur tekist að stilla til friðar í heiminum en forsetinn var staddur á kvöldverði American Cornerstone Institute. Montræðan var liður í baráttu forsetans fyrir friðarverðlaunum Nóbels, sem hann girnist.
Eitt stríðið sem hann nefndi var stríðið á milli Kambódíu og Armeníu. Forsetinn útskýrði ekki hvers vegna leiðtogar landanna, hverra höfuðborgir eru aðskildar með rúmlega 6000 kílómetrum, ættu í stríði. Hann fullvissaði þó viðstadda um að stríð hafi þegar verið hafið og að stefnt hafi í óefni.
Kambódía og Armenía eiga ekki og áttu ekki í stríði. Trump virðist hafa ruglast aðeins á landakortinu. Það ríkir spenna á milli nágrannalandanna Armeníu og Aserbaísjan annars vegar og svo milli Kambódíu og Tælands hins vegar. Trump má vissulega eiga það að hann hefur náð að lægja öldur á milli Kambódíu og Tælands.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump ruglast með þessum hætti en fyrir um viku sagðist hann hafa stillt til friðar milli Aserbaídsjan og Albaníu, sem eiga þó ekki í átökum.
Háðfuglar Internetsins hafa haft gaman af þessum mismælum forsetans.
I stand with Armenia 🇦🇲
Cambodia must be sanctioned 😡😡😡 pic.twitter.com/400tbeqRPD— Arshak Makichyan (@MakichyanA) September 22, 2025
Trump: We stopped the conflict between Cambodia and Armenia. It was just starting and it was a bad one.
There was never a war between them. They’re 4,000 miles apart. pic.twitter.com/zk12TA4pj3
— Republicans against Trump (@RpsAgainstTrump) September 21, 2025
Wait wait Cambodia was at war with Armenia????
Given the fact that they are 4,180 miles apart, this really IS something!!!Thank you mighty TRUMP!! pic.twitter.com/xDZFAT7cWS
— Jo (@JoJoFromJerz) September 21, 2025
I think Trump deserves the Nobel Peace Prize. After all, he made peace between Aberbaijan and Albania. As well as between Azerbaijan and Albania. And let’s not forget when he ended the conflict between Cambodia and Armenia. Truly historic. pic.twitter.com/jKY5aDiA4Z
— Arshak Makichyan (@MakichyanA) September 21, 2025
“He’s now saying he stopped a war between Armenia and Cambodia!” pic.twitter.com/F05W0gFEgp
— Mark Hammond (@MarkHam80780803) September 21, 2025
😁Trump no longer remembers whom he „made peace with.“
First, he claimed to have stopped a bloody war between “Aberbaijan“ and Albania.
Now he added that he ended a war between Cambodia and Armenia.
He invented a war and immediately declared it over. How does this generator… https://t.co/NhrNvUbzv7 pic.twitter.com/cTxjUsgUr3
— NEXTA (@nexta_tv) September 21, 2025