fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Pressan

Trump hafður að háði – Sagðist hafa stillt til friðar í stríði landa sem áttu ekki í átökum

Pressan
Þriðjudaginn 23. september 2025 17:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki hefur verið mikið fjallað um stríðið á milli Kambódíu og Armeníu. Fáir hafa í reynd heyrt um þessi átök, það er að segja aðrir en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Ekki hafa þó áhyggjur því Trump fullyrðir að hann hafi stillt til friðar milli landanna.

Það var um helgina sem Trump montaði sig af því hversu vel honum hefur tekist að stilla til friðar í heiminum en forsetinn var staddur á kvöldverði American Cornerstone Institute. Montræðan var liður í baráttu forsetans fyrir friðarverðlaunum Nóbels, sem hann girnist.

Eitt stríðið sem hann nefndi var stríðið á milli Kambódíu og Armeníu. Forsetinn útskýrði ekki hvers vegna leiðtogar landanna, hverra höfuðborgir eru aðskildar með rúmlega 6000 kílómetrum, ættu í stríði. Hann fullvissaði þó viðstadda um að stríð hafi þegar verið hafið og að stefnt hafi í óefni.

Kambódía og Armenía eiga ekki og áttu ekki í stríði. Trump virðist hafa ruglast aðeins á landakortinu. Það ríkir spenna á milli nágrannalandanna Armeníu og Aserbaísjan annars vegar og svo milli Kambódíu og Tælands hins vegar. Trump má vissulega eiga það að hann hefur náð að lægja öldur á milli Kambódíu og Tælands.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump ruglast með þessum hætti en fyrir um viku sagðist hann hafa stillt til friðar milli Aserbaídsjan og Albaníu, sem eiga þó ekki í átökum.

Háðfuglar Internetsins hafa haft gaman af þessum mismælum forsetans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varð blindur eftir eina íbúfen töflu – Sjóninni bjargað með ótrúlegri aðgerð

Varð blindur eftir eina íbúfen töflu – Sjóninni bjargað með ótrúlegri aðgerð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræddi við þá sem þekktu skotmanninn best og segir fjölmiðla og yfirvöld mála upp ranga mynd af skoðunum hans

Ræddi við þá sem þekktu skotmanninn best og segir fjölmiðla og yfirvöld mála upp ranga mynd af skoðunum hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varaforsetinn segir tjáningarfrelsið ekki gilda um þá sem fagna andláti Charlie Kirk

Varaforsetinn segir tjáningarfrelsið ekki gilda um þá sem fagna andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi