fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól

Pressan
Sunnudaginn 14. september 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá forsetakosningunum í Bandaríkjunum hafa demókratar verið harðlega gagnrýndir. Meðal annars fyrir að hafa misst tengslin við sína eigin grasrót og þannig tapað kjósendum en fyrst og fremst hefur flokkurinn verið gagnrýndur fyrir bitlausa stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn Donald Trump. Reyna demókratar nú að ná vopnum sínum að nýju og fara til þess ólíkar leiðir. Einn demókrati hefur vakið sérstaka athygli fyrir baráttu sína gegn Trump. Það er ríkisstjóri Kaliforníu, Gavin Newsom, en hann hefur ákveðið að láta forsetann bragða á eigin meðali á samfélagsmiðlum.

Bæði Newsom sjálfur og almannatengsladeild ríkisstjórans hafa farið mikinn undanfarna mánuði á samfélagsmiðlum, einkum á miðlinum X. Þar birta þau færslur sem við fyrstu sýn mætti ætla að kæmu frá forsetanum sjálfum.

Hér neðar hafa verið tekin saman nokkur dæmi um færslur þar sem meðal annars er gripið í uppnefni, hástafi, ýkjur og gífuryrði í anda forseta Bandaríkjanna.

Stóra spurningin er svo hvort þetta virki, en ætla má að Trump og Newsom séu ekki að birta færslur fyrir sama markhópinn. Af athugasemdum má dæma að demókratar séu fyrst og fremst lukkulegir með færslurnar á meðan stuðningsmönnum Trump finnst þetta barnalegt. Eitthvað virðist þetta hafa farið fyrir brjóstið á Trump samt sem um tíma hætti að birta færslur með hástöfum og tónaði aðeins niður gífuryrðin. Nú virðist forsetinn þó hafa komist að þeirri niðurstöðu að Newsom sé örvæntingafullur, enda fyrirliggjandi að það verði Trump sem bjargar Kaliforníu frá sjálfri sér en ekki Newsom.

Virkar þetta?

Politico ræddi um málið við MAGA-áhrifavaldinn Steve Bannon sem segir að Newsom geti reynt en hann verði aldrei neinn Trump.

„Hann er enginn Trump, en ef þú horfir á demókrataflokkinn þá er hann í það minnsta að ná einhverri athygli og er að reyna að herma eftir baráttuanda Trump, er það ekki? Hann virðist eins og eina manneskjan meðal demókrata sem er að undirbúa slag sem hann telur sig geta unnið.“

Eins ræddi Politico við sérfræðinga í starfrænum markaðsherferðum sem benda á að Newsom gæti haft eitthvað fyrir sér. Hann sé að sanna það að demókratar geti stigið niður af sínum háa hesti og það muni skila sér. Demókratar hafa einmitt verið gagnrýndir fyrir að vera bæði skipaðir og fyrir að þjóna aðeins menntaelítu. Demókratar hafa orðið fangar pólitísks rétttrúnaðar sem hafi algjörlega vængstíft þá og orðið til þess að stjórnmálamenn þeirra þori ekkert að segja. Newsom sé að sýna að það sé óþarfi að vera hræddur.

Newsom sjálfur segir:

„Ég er eiginlega bara að fylgja hans [Trump] fordæmi. Ef þú hefur eitthvað að athuga við það sem ég er að birta þá hefurðu eitthvað að athuga við það sem hann birtir sem forseti. Ég held að stóra spurningin sé hvernig við höfum leyft þessum stöðluðu færslum hans að viðgangast athugasemdalaust undanfarin ár.“

Politico bað skrifstofu forsetans um að bregðast við en eina svarið var jarm sem vísaði í frægt atriði úr sjónvarpsþáttunum Mad Man.

A meme showing President Donald Trump dismissing the Governor Newsom Press Office Twitter account.

Stærstu laserarnir

 

 

Gífuryrði um pólitískan andstæðing

 

Hástafir og uppnefni

Hótanir

Uppnefni

Sjálfshól

 

Meint firringarheilkenni

 

Gervigreind

 

Vanstillt orðasalat

Allir eru að tala um mig

Rauðir hattar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá