fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Pressan

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Pressan
Föstudaginn 12. september 2025 07:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennari sem fór í veikindaleyfi árið 2009 fékk greidd full laun í sextán ár án þess að nokkur tæki eftir því. Kennarinn, kona á besta aldri, starfaði við Berufskolleg-framhaldsskólann í Wesel, nærri Duisburg í Þýskalandi.

Það var í ágúst 2009 að konan fór í veikindaleyfi vegna langvarandi veikinda og geðrænna vandamála.

Í frétt Bild kemur fram að eftir þriggja mánaða fjarveru hefði læknir átt að meta hana en það virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Var veikindaleyfið endurnýjað kerfisbundið í fimmtán ár, eða til ársins 2024 að nýir stjórnendur í skólanum fóru að skoða bókhaldið.

Skólameistarinn, sem tók við árið 2015, hafði aldrei hitt umræddan kennara og vissi ekki einu sinni af því að hún væri, í orði kveðnu, hluti af kennaraliðinu.

Óvíst er hversu miklar tekjur kennarinn fékk á þessum árum, en samkvæmt frétt Bild eru algeng laun framhaldsskólakennara í fullu starfi 5.000 til 6.200 evrur, eða 700 til 900 þúsund krónur. Það er því ljóst að konan fékk margar milljónir greiddar án þess að vinna handtak.

„Ég hef sjálf margar spurningar því ég hef aldrei áður staðið frammi fyrir svona máli,“ segir Dorothee Feller, menntamálaráðherra í Norðurrín-Vestfalíu, við þýska fjölmiðla.

Bild segir frá því að erfitt geti reynst að krefja konuna um endurgreiðslu en það eigi eftir að koma í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli föður sem flúði út í óbyggðir með börnin sín – Skotinn til bana af lögreglu

Vendingar í máli föður sem flúði út í óbyggðir með börnin sín – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Föttuðu hálfri öld seinna að mamman hafði bjargað gersemi frá glötun

Föttuðu hálfri öld seinna að mamman hafði bjargað gersemi frá glötun