fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Pressan

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“

Pressan
Miðvikudaginn 10. september 2025 09:48

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelher gerði í gær sprengjuárás í Doho, höfuðborg Katar. Skotmarkið voru leiðtogar Hamas-samtakanna sem eru búsettir í borginni. Yfirvöld í Katar hafa fordæmt árásina harðlega og segja hana gróft brot á alþjóðalögum og ógn við íbúa landsins.

Sjá einng: Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, fordæmdi einnig árásina í gærkvöldi.

Forsetinn sagði við blaðamenn:

„Ég er ekki ánægður með þetta ástand. Þetta er ekki gott ástand, en ég skal segja ykkur það að við viljum fá gíslana til baka, en við styðjum ekki það sem átti sér stað í dag.“

Áður hafði hann skrifað á samfélagsmiðla um stöðuna. Þar sagði hann að forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hafi fyrirskipað árásina. Trump hafi ekki verið látinn vita fyrr en það var of seint að koma í veg fyrir árásina. Trump tók fram að einhliða árás á Katar, sem væri góður bandamaður og vinur Bandaríkjanna, væri ekki til þess fallin að ná markmiðum Ísrael eða Bandaríkjanna í baráttunni við Hamas. Hann sagðist hafa rætt bæði við Netanyau og emírinn af Katar, Tamim bin Hamad al-Thani og komið því skýrt á framfæri að svona árás muni ekki eiga sér stað aftur. Katar hefur undanfarið verið milligönguaðili, ásamt Bandaríkjunum, í friðarviðræðum milli Hamas og Ísrael. Margir pólitískir greinendur telja að árásin í gær sýni að Ísrael hafi engan áhuga á friðarviðræðum heldur ætli sér að útrýma Hamas fyrir fullt og allt frekar en að semja um að fá ísraelska gísla leysta úr haldi.

Samkvæmt greiningu CNN mun málið vera hið neyðarlegasta fyrir Trump og er talið að það muni bitna á mannorði hans á alþjóðlegum vettvangi. Þetta sé enn eitt höggið fyrir forsetann sem sé enn að jafna sig eftir neyðarlegan fund við Vladimir Pútín Rússlandsforseta þar sem Trump taldi sig vera að stilla til friðar bara til að horfa svo á Rússland herða árásir sínar gegn óbreyttum úkraínskum borgurum. Nú hafi bæði Pútín og Netanyaju sýnt að þeir eru ekki hræddir við Trump.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stal bolta af afmælisbarni og keppir nú við derhúfumanninn um titilinn „hataðasta manneskja Internetsins“

Stal bolta af afmælisbarni og keppir nú við derhúfumanninn um titilinn „hataðasta manneskja Internetsins“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Minnst 14 látnir og tugir særðir í blóðugum mótmælum gegn samfélagsmiðlabanni

Minnst 14 látnir og tugir særðir í blóðugum mótmælum gegn samfélagsmiðlabanni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík níu ára stúlku fannst í poka við árbakka – Fósturmóðirin ákærð fyrir morð

Lík níu ára stúlku fannst í poka við árbakka – Fósturmóðirin ákærð fyrir morð