fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. september 2025 14:03

Mynd/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelsher hefur lýst ábyrgð á sprengjuárás sem gerð var í Doho, höfuðborg Katar, í dag. Skotmarkið voru leiðtogar Hamas-samtakanna sem búsettir eru í borginni, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins.

Yfirvöld í Katar hafa fordæmt árásina harðlega og segir Dr. Majed Al Ansari, talsmaður utanríkisráðuneytis landsins, að árásin sé gróft brot á alþjóðalögum og alvarleg ógn við þá sem dvelja í Katar.

Hann segir að árásin hafi beinst að íbúðarhúsnæði í Katar þar sem nokkrir meðlimir á stjórnmálaskrifstofu Hamas dvelja. Hafa Hamas-samtökin sagt að árásin hafi beinst gegn fulltrúum samtakanna sem unnið hafa að því að ná vopnahléi.

Yfirvöld í Íran hafa einnig fordæmt árásina og segir Esmail Baghaei, talsmaður utanríkisráðuneytisins, að um skýrt brot á alþjóðalögum sé að ræða.

Á samfélagsmiðlum má sjá myndir af þykkum reyk yfir borginni. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort mannfall hafi orðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila