Áhrifavaldurinn og fyrrum starfsmaður Donald Trump, Camryn Kinsey, hefur verið tíður gestur á Fox-fréttastofunni undanfarin misseri þar sem hún mætir gjarnan til að mæra Trump og hans embættisverk. Hún var enn og aftur mætt á fréttastofuna í nótt en féll þá óvænt í yfirlið.
Atvikið hefur vakið gífurlega athygli. Bæði hefur fólk áhyggjur af heilsu áhrifavaldsins, sem féll í yfirlið á meðan hún var að hallmæla forvera Trump – Joe Biden og forsetaframbjóðandanum Kamala Harris – og eins hefur fólk gagnrýnt að fréttamaðurinn Jonathan Hunt ákvað frekar að klára umfjöllun sína en að hlúa að gesti sínum. Til að gæta að sanngirni er vert að taka fram að Hunt tók fram að hann ætlaði að halda áfram á meðan aðstoðarmenn væru að aðstoða Kinsey og nokkrum sekúndum síðar skipti hann um skoðun og boðaði stutt auglýsingahlé.
Einn skrifar á X að hér megi sjá hvernig Bandaríkin hafi tapað mannkærleikanum.
„Ég vona að það sé í lagi með Camryn Kinsey, hún féll í yfirlið í beinni útsendingu. En hérna er annar vandi, þetta atvik sýna hvað er Bandaríkjunum. Hinn fréttamaðurinn stóð ekki einu sinni upp til að hjálpa henni, myndavélarnar voru áfram í gangi, þetta snýst allt um sýninguna. Bandaríkin hafa glatað samkenndinni með öllu og þess vegna erum við með ódýran þáttastjórnanda sem forseta“
I hope that Camryn Kinsey is ok, she fainted on live TV. But here is another problem, this situation shows what is wrong with America.
The other presenter didn’t even get up to help her, camera was rolling, it’s all about the show. America has lost its empathy completely and… pic.twitter.com/ojkE08zv6r
— Mario 🇺🇸🇵🇱🇺🇦🇪🇺 (@PawlowskiMario) May 9, 2025
Annar veltir því fyrir sér hvers vegna Hunt hafi ákveðið að klára það sem hann var að gera þegar gestur hans hafði fallið til jarðar.
I hope that Camryn Kinsey is ok, she fainted on live TV. But here is another problem, this situation shows what is wrong with America.
The other presenter didn’t even get up to help her, camera was rolling, it’s all about the show. America has lost its empathy completely and… pic.twitter.com/ojkE08zv6r
— Mario 🇺🇸🇵🇱🇺🇦🇪🇺 (@PawlowskiMario) May 9, 2025
Enn annar skrifar: „Bið fyrir Camryn Kinsey. En í næsta þætti ætti Jonathan Hunt að koma með umfjöllun um þá týndu list að vera manneskja“
Prayers for Camryn Kinsey @camrynbaylee. For Jonathan Hunt’s next piece, he should do a segment on the lost art of being a man. pic.twitter.com/4GY4CJgPkh
— Carmine Sabia (@CarmineSabia) May 9, 2025
Einhverjum þóttu viðbrögðin vera „mjög 2025“.
Camryn Kinsey on Fox News begins to freeze and stutter her words before passing out on air and the host just carries on with the show is very 2025. pic.twitter.com/QZbZDeAR8c
— Jammer (@acrossthemersey) May 9, 2025
Eftir auglýsingar tilkynnti Hunt áhorfendum að Kinsey væri með meðvitund og virtist í lagi. Sjúkraliðar væru mættir á staðinn til að hlúa að henni.