Það er því ekki úr vegi að kíkja á eina slíka ef þú vilt læra meira um þig sjálfa(n).
Þetta er ósköp einfalt. Þú átt bara að segja hvað þú sérð fyrst þegar þú horfir á myndina hér fyrir neðan. Síðan færð þú að vita hvað svar þitt segir um þig.
Ef þú sást andlit mannsins fyrst – Þá virðist þú vera róleg og vingjarnleg manneskja á yfirborðinu en þegar kemur að því að taka ákvarðanir, þá ertu harður/hörð í horn að taka. Þegar þú hefur tekið ákvörðun um eitthvað, þá er ekki auðvelt að fá þig til að skipta um skoðun. Þú ert sú manngerð sem annað fólk leitar til þegar það stendur frammi fyrir erfiðu vali.
Ef þú sást konuna með föturnar fyrst – Þá ertu tilfinningameiri. Tilfinningar þínar eru oft augljósar og þess vegna eru ákvarðanir þínar oft drifnar áfram af tilfinningum frekar en röksemdum. Þetta gerir að verkum að þú ert ótrúlega athugul og samúðarfull manneskja en þetta getur einnig þýtt að stundum verðir þú fyrir miklum vonbrigðum, sérstaklega þegar aðrir meðhöndla þig ekki af sömu hlýju og þú meðhöndlar þá með.