fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Pressan

Sérfræðingur í líkamstjáningu segir að Macron hafi verið reiður eftir að eiginkona hans ýtti honum

Pressan
Mánudaginn 26. maí 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingur í líkamstjáningu segir að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafi verið „reiður“ eftir að hann fékk hendur eiginkonu sinnar, Brigitte, í andlitið í gærkvöldi.

Eins og DV greindi frá í morgun varð ákveðið uppnám á flugvellinum í Hanoi í Víetnam þegar flugvél Frakklandsforseta lenti. Skömmu áður en hjónin stigu út úr vélinni virtist eitthvað eiga sér stað og sást þegar Brigitte ýtti í andlit eiginmanns síns – eins og hún væri ósátt við eitthvað.

Sjá einnig: Myndband virðist sýna uppnám á milli Macron og eiginkonu hans – Ýtti í andlitið á honum

Skrifstofa forsetans neitaði því í fyrstu að myndefnið væri ekta en viðurkenndi síðar að það væri ósvikið. Mail Online hafði eftir nánum bandamanni forsetans að um „saklausa deilu“ hafi verið að ræða á milli hjónanna og Macron tók í sama streng þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi í Víetnam í dag.

„Við vorum að grínast, ég og konan mín. Þetta var ekkert,“ sagði hann.

En Judi James, sérfræðingur í líkamstjáningu, segir að svo virðist sem Macron sé ekki að segja allan sannleikann. Hann hafi virst „reiður og taugaóstyrkur“ eftir að hafa fengið hendur eiginkonu sinnar í andlitið og þar að auki hafi honum virst brugðið.

„Ég myndi ekki lýsa þessu sem við sjáum þarna sem saklausu gríni á milli hjóna, eins og Macron og hans teymi hafa viljað meina,“ segir hún. Bendir hún á að Brigitte hafi ýtt honum það fast að höfuðið vék til hliðar og Macron hafi þurft að styðja sig við til að halda jafnvægi. Ekki sé réttlætanlegt að kalla það „skemmtun“ til að bjarga pólitísku áliti.

Þá bendir Judi á að Macron hafi rétt fram handlegginn í áttina að Brigitte áður en þau gengu niður stigann að flugbrautinni en Brigitte hafi ekki tekið í hann. Og þegar niður var komið hafi Macron kreppt annan hnefann og virst vera reiður.

„Ég myndi kallað þetta sjokkarandi og ég myndi segja það sama varðandi hvaða par sem er, hvar sem er,“ segir Judi og nefnir að lokum að það sem kallað hefur verið „grín“ á milli hjónanna endurspeglist ekki í líkamsmáli þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil aukning á tilfellum ristilkrabbameins hjá ungu fólki

Mikil aukning á tilfellum ristilkrabbameins hjá ungu fólki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu mæla læknar með í stað 10.000 skrefa á dag

Þessu mæla læknar með í stað 10.000 skrefa á dag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hellti sér yfir forseta Suður-Afríku en sagði hann satt? – Meint sönnunargögn standast ekki skoðun

Trump hellti sér yfir forseta Suður-Afríku en sagði hann satt? – Meint sönnunargögn standast ekki skoðun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin eftirlitslaus meðan mæðurnar drukku á nálægum bar – Búkmyndavél lögreglu sýnir lygi mæðranna

Börnin eftirlitslaus meðan mæðurnar drukku á nálægum bar – Búkmyndavél lögreglu sýnir lygi mæðranna