Maðurinn er grunaður um að hafa snert unglingspilt á óviðeigandi hátt í lauginni. The Independent segir að maðurinn sé grunaður um að hafa snert kynfæri piltsins ítrekað þrátt fyrir mótmæli piltsins.
Maðurinn var handtekinn tveimur dögum eftir að þetta átti sér stað. Handtakan átti sér stað á Niigata lestarstöðinni eftir að ættingi piltsins hafði lagt fram kæru.
Maðurinn, sem var í fríi í Japan, neitar ásökununum og segist aðeins hafa lagt hönd á vinstri öxl piltsins, sem sat þá í lauginni, til að komast upp úr. Hann hafi ekki gert neitt ósæmilegt.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölmiðlar fjalla um kynferðisbrot í hinu frægu baðhúsum Japana. Á síðasta ári var fyrrum starfsmaður sendiráðs Singapúr sakfelldur fyrir að hafa myndað nakinn pilt í almenningsbaðhúsi í Tókýó. Hann var sektaður um 300.000 jen og rekinn úr vinnunni.