Í texta við myndbandið skrifaði hún: „Ferðin mín í gær frá London til Ibiza með EasyJet var sannkallaður hryllingur!! Ég var hrædd, vél full af enskum dýrum!!“
Hún segir að í þessu tveggja og hálftíma flugi frá Luton hafi farþegar komið í veg fyrir að áhöfnin gæti sinnt störfum sínum með því að „standa, öskra, börn lamið hvert annað, drukkið úr hverri litlu áfengisflöskunni á fætur annarri“.
„Þetta er óásættanlegt! Það á ekki að hleypa svona fólki um borð í flugvél eða selja því áfengi!“.
Lögreglumenn biðu vélarinnar þegar hún lenti.