fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Pressan

Dapurleg sjón í yfirgefnum sædýragarði

Pressan
Fimmtudaginn 15. maí 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir háhyrningar hafa svamlað um við dapurlegar aðstæður í yfirgefnum sædýragarði síðan í janúar. Í sædýragarðinum eru einnig tólf höfrungar en erfiðlega hefur gengið að finna þeim ný heimkynni eftir að garðinum, Marineland Antibes, í nágrenni Cannes í Frakklandi var lokað fyrir fullt og allt í janúarmánuði.

Myndband sem dýraverndunarsamtökin TideBreakers tóku og birtu á miðlum sínum varpa ljósi á þær ömurlegu aðstæður sem dýrin lifa í.

Háhyrningarnir tveir, hin 23 ára Wikie og afkvæmi hennar, hinn 11 ára Keijo, svamla stefnulaus um sundlaugina í garðinum sem farin er að láta á sjá vegna skorts á viðhaldi.

Marketa Schusterova, meðstofnandi TideBreakers, segir að um neyðarástand sé að ræða sem þarfnist athygli allrar heimsbyggðarinnar. Telur hún að dýrin muni drepast ef þau verða ekki flutt á annan stað þar sem þau fengju nauðsynlega örvun og umönnun.

Sædýragarðinum var lokað þann 5. janúar síðastliðinn í kjölfar gildistöku laga sem banna sýningar með hvali og höfrunga. Í umfjöllun Mail Online kemur fram að síðan þá hafi forsvarsmenn Marineland verið að skoða ýmsa mögulega um hver dýrin geti fengið nýtt heimili en, hingað til, án árangurs.

Þó að garðinum hafi verið lokað í janúar síðastliðnum bera eigendur garðsins enn lagalega ábyrgð á velferð dýranna þar til þeim hefur verið komið annað. Þar sem báðir háhyrningarnir fæddust í vernduðu umhverfi er talið ómögulegt að þeir gætu lifað af í náttúrunni.

Í frétt Mail Online segir að lítill hópur starfsmanna sjái til þess að dýrin fái að borða, en andleg örvun sem er mikilvæg fyrir háhyrninga er nánast engin.

Nokkrir möguleikar hafa verið skoðaðir fyrir dýrin, til dæmis sædýragarðurinn Loro Parque á Tenerife sem margir Íslendingar hafa heimsótt. Spænsk yfirvöld höfnuðu því þó það taka á móti Wikie og Keijo. Tveir möguleikar eru því sagðir vera eftir; annars vegar hvalafriðland WSP í Nova Scotia í Kanada og sædýragarður í Japan. Eini raunhæfi kosturinn er þó talinn vera Kanada.

„Eftir að hafa skemmt almenningi í fjölda ára þá ber okkur skylda til að veita þeim hreint og öruggt umhverfi þar sem þau geta eytt lífi sínu,“ segir Marketa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Reyndu að ræna dóttur og barnabarni rafmyntakóngs

Reyndu að ræna dóttur og barnabarni rafmyntakóngs
Pressan
Í gær

Unglingur spurði þingmann hvers vegna Trump væri svona appelsínugulur – svarið hefur vakið athygli

Unglingur spurði þingmann hvers vegna Trump væri svona appelsínugulur – svarið hefur vakið athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump foj yfir gagnrýni á lúxusþotuna – „Heimsklassa aumingjar“

Donald Trump foj yfir gagnrýni á lúxusþotuna – „Heimsklassa aumingjar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frakkar vísa rússneskri falsfrétt um meint kókaín til föðurhúsanna – „Við verðum að vera á varðbergi“

Frakkar vísa rússneskri falsfrétt um meint kókaín til föðurhúsanna – „Við verðum að vera á varðbergi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum