fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Pressan
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 21:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varaforseti Bandaríkjanna, JD Vance, er sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap eftir neyðarlega uppákomu á mánudaginn.

Leikmönnum Ohio State Buckeyes, sem spila í háskóladeild ameríska fótboltans, hafði verið boðið í hátíðarmóttöku í forsetabústaðnum, Hvíta húsinu, eftir að hafa orðið bikarmeistarar í deild sinni.

JD Vance reyndi þar að lyfta verðlaunagripnum sem var gríðarlega stór og tæp 16 kíló að þyngd. Hann átti eitthvað erfitt með þyngslin þegar hann ætlaði að rétta bikarinn til baka og loks fór svo að botninn losnaði og varaforsetinn missti gripinn í jörðina.

Varaforsetinn reyndi að sá þessu upp í grín og sagði: „Ég vildi ekki að nokkur annar gæti fengið verðlaunagripinn á eftir Ohio State svo ég ákvað að brjóta hann.“

Netverjar ákváðu sömuleiðis að slá þessu upp í grín – en á kostnað varaforsetans.

„Hann er til skammar,“ skrifaði einn og annar tók undir: „JD Vance er algjört ingjaldsfífl. Hvílík skömm og þetta er maðurinn sem er næstur í röðinni að taka við embætti forseta.“

Aðrir hafa þó komið Vance til varna og bent á að gripurinn sé hannaður þannig að hægt sé að losa botninn af og svo festa hann aftur. Eins megi halda því fram að maðurinn sem var að taka við gripnum frá varaforsetanum hafi beitt of miklum krafti og óvart kippt toppnum af botninum.

Kannski var það versta við þetta allt saman að þetta var allt sýnt í beinni útsendingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa