fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Keypti 240 Land Rover Defenders – Nú skila kaupin góðri ávöxtun

Pressan
Laugardaginn 12. apríl 2025 16:00

Hluti af bílunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílanördar um allan heim supu hveljur 2015 þegar Land Rover tilkynnti að hætt yrði að framleiða hinn þekkta Land Rover Defender 4×4. Á meðan bílanördar og fleiri sátu og þurrkuðu tárin yfir þessari harmfregn, þá gerði Charles Fawcett það sem öðrum datt ekki í hug. Hann keypti 240 Land Rover Defenders.

Nú eru tíu ár liðin frá þessum stóru innkaupum sem eru nú farin að skila góðri ávöxtun.

Fawcett á fyrirtækið Twisted Automotive sem sérhæfir sig að breyta og betrumbæta Land Rover Defenders af mikilli nákvæmni, næstum svo mikilli að líkja má henni við skurðaðgerð.

„Allir héldu að við værum klikkaðir en ég vissi að þetta var fjárfesting, ekki bara áhætta,“ sagði hann í samtali við LADbible.

Hann greiddi að meðaltali sem nemur 4 milljónum króna fyrir hvern bíl. Í dag selur hann þá á sem nemur allt að 60 milljónum króna.

En kaupendurnir fá að sögn mikið fyrir peninginn því Fawcett og samstarfsfólk hans eyða um 1.500 vinnustundum í hvern bíl áður en hann er seldur.

Nú eru aðeins 25 bílar eftir en salan á bílunum 225 skilaði sem nemur 8,5 milljörðum króna í kassann hjá Fawcett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa