fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu

Pressan
Föstudaginn 5. desember 2025 15:30

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstum hundrað fyrirtæki í velferðarþjónustu í Svíþjóð, sem í orði kveðnu sinna þjónustu við fatlaða, hafa tengsl við glæpagengi og hafa verið nýtt til að fremja glæpi. Þetta hefur þær afleiðingar að opinbert fé er greitt fyrir umrædda þjónustu sem er síðan aldrei veitt.

Þetta kemur fram í fréttum sænska ríkissjónvarpsins, SVT.

Lögregla þar í landi greinir frá því að 166 fyrirtæki hafi verið tekin til rannsóknar og helmingur þeirra hafi reynst vera nýtt af stjórnendum til að fremja glæpi.

Mörg þessara fyrirtækja hafa tengsl við þekkt glæpagengi. Þetta mun vera algengara þegar kemur að nýjum fyrirtækjum á þessum markaði og þrátt fyrir að fjölda umsókna um að setja á stofn fyrirtæki af þessu tagi sé hafnað virðast slíkir aðilar hafa fengið samþykki.

Lögreglan segir umrædd fyrirtæki fyrst og fremst notuð til glæpa sem snúist um misnotkun á rétti hinna fötluðu til að fá þá velferðarþjónustu sem fyrirtækjunum er ætlað að sinna. Fyrirtækin rukka þá hið opinbera fyrir þjónustuna án þess að veita hana.

Lögreglan segir að þeir sem séu í forsvari fyrir þessi fyrirtæki út á við séu oft ekki hinir raunverulegu stjórnendur þeirra og þörf sé á hertu eftirliti með þessum fyrirtækjum og betri úrræðum til að stöðva þessi svik. Um leið þurfi þó að gæta að reisn hinna fötluðu notenda þjónustunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika