fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Pressan

Morðingjanum tókst að fá samfangana á móti sér með hroka og leiðindum

Pressan
Þriðjudaginn 30. desember 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið í fangelsinu er enginn dans á rósum hjá Bryan Kohberger sem afplánar nú fjórfaldan lífstíðardóm fyrir morð fjögurra háskólanema í Idaho árið 2022.

Sjá einnig: Smávægileg mistök urðu Idaho-morðingjanum að falli – Hvernig tengdist hann fórnarlömbunum?

Bryan var doktorsnemi í afbrotafræði við Washington-háskóla sem var aðeins í 15 mínútna fjarlægð frá vettvangi morðanna, en þar braust hann inn á heimili sem sex nemendur við Idaho-háskólann deildu og stakk fjögur þeirra til bana. Hann hafði engin tengsl við þau látnu og hefur neitað að gefa upp hvers vegna hann framdi morðin, sem voru þaulskipulögð.

Hafði Bryan meðal annars ítrekað gert sér ferð að húsi sexmenninganna og kynnt sér vettvanginn vel. Hann gætti þess að slökkva á símanum sínum svo ekki væri hægt að rekja ferðir hans og passaði að hafa morðvopnið með sér af vettvangi og þreif bílinn sinn rækilega eftir á. Honum láðist þó að taka með sér slíðrið utan um hnífinn. Á slíðrinu fannst erfðaefni hans og reynist það eitt mikilvægasta sönnunargagnið í málinu og það þrátt fyrir að Bryan beitti ýmsum brögðum til að reyna að koma í veg fyrir að lögreglan fengi erfðaefni úr honum til að bera saman við sýnið sem fannst á slíðrinu.

Hann afréð þó á endanum að játa á sig morðin til að losna undan dauðarefsingunni og var hann í staðinn dæmdur í fjórfalt lífstíðarfangelsi og hefur nú afplánað tæplega hálft ár. Fréttir hafa ítrekað borist af því að honum þyki ekki mikið til fangelsisvistarinnar koma.

Að þessu sinni greina fjölmiðlar frá því að hann hafi ekki aðlagast fangelsinu vel. Hann sé stöðugt að kvarta og kveina undan þessu og hinu og hefur auk þess tekist að fara verulega í taugarnar á samföngum sínum með hroka og leiðindum.

Bryan virðist líta stórt á sig og sé vanur því að hafa stjórn á öllu í kringum sig. Slíka stjórn hefur hann ekki í fangelsinu og þykir það súrt.

Samfangar hans tóku illa á móti honum og reyndu að espa hann til reiði. Bryan brást við því með því að klaga í fangaverðina, sem sármóðgaði hina fangana.

Fyrrum lögreglumaðurinn Chris McDonough segir í samtali við fjölmiðla að það sé óskrifuð regla í fangelsum að kvarta ekki undan samföngum.

„Það er aldrei rétt í stöðunni að kvarta undan samföngum í fangelsinu. Þú átt bara að halda kjafti og afplána þína refsingu.“

McDonough segir að Bryan hafi svo gert vont verra með því að tala niður til annarra fanga.

„Hann talar ekki við fólk hann talar niður til þess. Honum finnst hann vera bestur og merkastur. Hann er hrokagikkur.“

Bryan er sagður líta á sig sem snilling. Hann sé miklu betur menntaður en aðrir fangar og sé því sérfræðingurinn á svæðinu. Hann muni þó neyðast fyrr en síðar til að koma niður af háa hesti sínum. En þangað til þá eiga fangaverðir fullt í fangi með Bryan og stöðugar umkvartanir hans.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp