Bryan Kohberger er í haldi lögreglunnar í Moscow í Ihadao í Bandaríkjunum grunaður um að hafa myrt fjóra háskólanema, Ethan Chapin, Kaylee Goncalves, Xana Kernodle og Madison Mogen, aðfaranótt 13. nóvember. Rúm vika er síðan Kohberger var handtekinn á heimili foreldra sinni í Pennsylvania-fylki, í mörg þúsund kílómetra fjarlægð frá vettvangi glæpsins, og nú eru að koma fram ítarlegri upplýsingar um ódæðið.
Kohberger var doktorsnemi í afbrotafræði við Washington-háskóla sem var aðeins í 15 mínútna fjarlægð frá vettvangi morðanna. Hann er grunaður um að hafa brotist inn í hús, sem sex háskólanemar bjuggu í, og stungið fjóra þeirra til bana. Hann lét tvær konur, sem sváfu í húsinu, eiga sig. Það þykir afar dularfullt hvers vegna Kohberger ákvað að leyfa þeim tveimur að lifa og eitthvað sem að yfirvöldum þyrstir að fá svar við.
Þá liggja ekki fyrir tengsl Kohberger við fórnarlömb síns. Eina sem hefur komið fram er að foreldrar Kaylee Goncalves, sem var ein þeirra sem lést, hafa staðfest að einhver tengsl hafi verið milli dóttur þeirra og morðingjans en að á þessari stundu treystu þau sér ekki til að upplýsa um þau. Komið hefur fram að Goncalves hafi sagst vera að glíma við áreiti frá eltihrelli en ekki liggur fyrir hvort Kohberger var sá aðili.
Kohberg undirbjó morðin af kostgæfni en svo virðist sem að hann hafi lagt leið sína á svæðið, þar sem húsið er, mörgum sinnum áður en morðin voru framin. Þessar ferðir hans voru allar seint að kvöldi eða snemma morguns.
Smávægileg mistök og tilviljanir urðu til þess að böndin beindust að Kohberger. Lögreglan komst á sporið af því að DNA-sýni af honum fannst á hnífsslíðri á vettvang en að auki var fjöldamorðinginn stoppaður í umferðareftirliti í bænum þar sem hann hafði, að öllum líkindum, verið að fylgjast með væntanlegum fórnarlömbum sínum. Þar gaf hann upp síma sinn og aðrar upplýsingar sem hjálpaði lögreglu gríðarlega að komast á sporið.
Sjónarvottur hafði séð til hvítrar bifreiðar af tegundinni Hyundai Elantra um að leyti sem fjöldamorðin áttu sér stað og þær upplýsingar hjálpuðu verulega til. Óskað var eftir aðstoðar almennings til að hafa uppi á slíkum bifreiðum og slík ábending skilaði því að hringurinn þrengdist um Kohberger. Engu skipti þó að hann hafði skipt um númeraplötu á bíl sínum, skömmu eftir morðin, að öllum líkindum til að villa um fyrir rannsakendum.
Segja má að öll þessi litlu mistök hafi verið óvenjuleg í ljósi þess hvað Kohberger vandaði sig mjög. Þannig hafði hann meðal annars slökkt á síma sínum þannig að engin GPS-hnit væru til staðar svo að hægt væri að tengja síma hans við vettvang morðanna. Þá er morðvopnið hvergi að finna og hann hafði þrifið bíl sinn svo vel að þar var ekki tangur né tetur af finna af neinu sem hjálpað gæti lögreglu.
Byrjað var að fylgjast með hverju skrefi hans um jólin og talið er að fjöldamorðinginn hafi orðið var við eftirlitið. Ástæðan er sú að hann byrjaði að fara út með rusl íklæddur einnota plasthönskum auk þess sem til hans sást að lauma ruslapokum í ruslatunnur nágranna. Námið í afbrotafræði hefur greinilega skilað sér því með þessum aðgerðum var Kohberger að reyna að forðast það að yfirvöld kæmust yfir DNA-sýni af honum eða fingraför.