fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Pressan

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin

Pressan
Þriðjudaginn 30. desember 2025 15:30

Þessi mynd frá lögreglunni í Gelsenkirchen sýnir gatið sem ræningjarnir boruðu á vegg bankahvelfingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjulegt bankarán var framið í útibú Sparkasse í Gelsenkirchen í Þýskalandi á aðfaranótt mánudags. Ókunnir aðilar boruðu þá stórt gat í gegnum vegg bankahvelfingar þar sem er að finna bankahólf viðskiptavina. Komust þeir inn í bankahólfin og höfðu á brott með sér reiðufé, skartgripi og önnur verðmæti.

Bild greinir frá. Þar kemur fram að lögregla varð vör við innbrotið í kjölfar þess að brunavarnakerfi byggingarinnar fór í gang. Örsök þess var hiti sem borinn gaf frá sér við borunina í gegnum vegginn. Lögregla hefur samt gefið út að ræningjarnir hafi fengið drjúgan tíma til að athafna sig áður en brunvarnakerfið fór í dag.

Greint er frá ráninu á vefsíðu Sparkasse-útibúsins í Gelsenkirchen. Segir þar að lögregla rannsaki málið af krafti. Einnig segir að bankinn verði í sambandi við alla leigjendur bankahólfanna og þeim verði bætt tjónið eftir því sem tryggingar kveði á um. Hins vegar eru viðskiptavinir beðnir um að gefa bankanum eitthvert tímasvigrúm og sýna þolinmæði.

Þolinmæði viðskiptavinanna er hins vegar takmörkuð ef marka má aðra frétt Bild af málinu. Þar segir að nær allir leigjendur bankahólfa hafi safnast saman fyrir utan útibúið í Gelsenkirchen á þriðjudagsmorguninn og krafist svara. Útibúið var hins vegar lokað. Lögregla var á staðnum og bað fólkið um að snúa aftur til síns heima. Í yfirlýsingu lögreglu segir að útibúið sé lokað í dag og ekki sé neinar upplýsingar að hafa í bili. Hins vegar sé hægt að hafa samband við útibúið í gegnum netgátt þess.

Viðskiptavinir létu í ljósi mikla reiði á vettvangi og sögðust sumir í samtali við Bild vera búnir að hafa samband við lögmenn sína og væru farnir að undirbúa málsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rekinn frá Liverpool
Pressan
Fyrir 5 dögum

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 1 viku

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 1 viku

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn