fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi

Pressan
Þriðjudaginn 23. desember 2025 16:30

Vince Zampella. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vince Zampella, sem var maðurinn á bak við einhvern áhrifamesta tölvuleik síðari ári, lést í bílslysi í suðurhluta Kaliforníu í fyrradag.

Los Angeles Times greinir frá þessu.

Zampella átti stóran þátt í að móta landslag nútíma tölvuleikja. Árið 2002 stofnaði hann, ásamt öðrum, fyrirtækið Infinity Ward sem framleiddi fyrsta Call of Duty-skotleikinn sem kom út árið 2003.

Call of Duty-leikirnir hafa notið mikilla vinsælda á síðustu 20 árum og má segja að serían hafi rutt brautina fyrir aðra sambærilega skotleiki.

Zampella hvarf frá verkefninu árið 2010 eftir ágreining við útgefandann Activision sem keypti Infinity Ward. Í kjölfarið stofnaði hann, ásamt meðstofnandanum Jason West, fyrirtækið Respawn Entertainment.

Undir forystu Zampella þróaði Respawn Titanfall-seríuna, battle royale-leikinn Apex Legends, og leikina Star Wars Jedi: Fallen Order og Star Wars Jedi: Survivor. Respawn þróaði einnig Medal of Honor: Above and Beyond.

Samkvæmt lögreglu létust tveir í slysinu á sunnudag, Zampella og farþegi í bíl hans. Virðist hann hafa misst stjórn á Ferrari-bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún endaði á steinsteyptum vegg og eldur kviknaði. Óvíst er hvað olli slysinu en ekki er útilokað að hraðakstur hafi átt þátt í því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Í gær

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“