fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði

Pressan
Þriðjudaginn 23. desember 2025 22:00

Darren og Julio Zamora.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ungir menn í borginni Clovis í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi vegna morðs. Annar þeirra, Darren Munoz, er sakaður um að hafa fengið vin sinn til að myrða foreldra sína í þeirri von að erfa verulegar eignir.

Darren Munoz, sem er 19 ára, hefur verið ákærður fyrir tvö morð, samsæri um að fremja morð og hvatningu til morðs. Samkvæmt handtökuskýrslu lögreglu, sem ABC7 Amarillo vitnar til, hafði hann skipulagt verknaðinn með tveimur vinum sínum í nokkrar vikur eða mánuði.

Fórnarlömbin voru faðir hans, Oscar Steve Munoz, 58 ára, og stjúpmóðir hans, Dina Munoz, 71 árs.

Að morgni mánudagsins 15. desember, um klukkan 4:50, barst lögreglu tilkynning um hugsanlegt innbrot á heimili fjölskyldunnar. Darren hringdi sjálfur í lögreglu og sagðist telja að einhver væri inni í húsinu.

Hjónin voru skotin til bana þar sem þau sváfu í rúminu.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang var bílskúrshurðin opin. Darren mætti þeim fyrir utan húsið og sagði að allt virtist í lagi og engin merki væru um innbrot. Lögreglumenn töldu þó nauðsynlegt að kanna ástand foreldra hans. Darren reyndi að afstýra því og sagði að foreldrar hans svæfu naktir.

Samkvæmt handtökuskýrslu fór Darren þá inn í svefnherbergi foreldra sinna og kom skömmu síðar út með hendurnar þaktar blóði. Lögregla fór í kjölfarið inn í herbergið og fann Dinu Munoz látna, en Oscar Munoz alvarlega slasaðan. Bæði höfðu verið skotin í höfuðið. Oscar lést síðar af sárum sínum á sjúkrahúsi.

Við yfirheyrslur sagði Darren að hann hefði vaknað við viðvörun frá bílskúrshurðinni en ekki heyrt nein skothljóð, þrátt fyrir að skotunum hafi verið hleypt af í næsta herbergi. Lögregla greindi jafnframt frá því að engin merki væru um innbrot í húsið og engu hefði verið stolið.

Vinkona Darrens sagði lögreglu að hann og tveir vinir hans, þar á meðal Julio Zamora, hefðu rætt um að drepa foreldra hans í nokkurn tíma. Samkvæmt framburði hennar ætlaði Darren að taka yfir eignir og fjármál foreldra sinna og átti Zamora að fá hluta af ágóðanum fyrir að fremja verknaðinn. Þriðji vinurinn er sagður hafa beðið tilbúinn á hliðarlínunni að taka verkið að sér ef Zamora myndi hætta við.

Lögregla telur að Darren hafi beðið Zamora við bílskúrshurðina og hleypt honum inn í húsið. Zamora fór síðan inn í svefnherbergið þar sem foreldrarnir sváfu og skaut þau í höfuðið. Samkvæmt lögreglu hefur Zamora viðurkennt að Darren hafi beðið hann um að fremja morðin.

Zamora hefur verið ákærður fyrir tvö morð og samsæri um að fremja morð. Báðir mennirnir eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Pressan
Í gær

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Í gær

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið