
Hin oft á tíðum skæða og víðsjárverða skordýrategund moskítófluga fannst nýlega í fyrsta sinn á Íslandi. Sú tiltekna moskítótegund sem fannst hér í fjarska norðursins mun þó ekki vera jafn hættuleg og aðrar tegundir þessarar frekar óvinsælu flugu sem geta til að mynda borið með sér sjúkdóma í mannfólk. Vísindamenn eru nú með nýtt vopn í þróun í baráttunni við þennan vágest en segja má að það komi úr nokkuð óvæntri átt, a.m.k. fyrir hinum almenna borgara, en vopnið er erfðabreyttur myglusveppur.
Fjallað er um málið á vefmiðlinum All that´s Interesting. Þar kemur fram að um sé að ræða myglusvepp af tegundinni Metarhizium sem nú þegar er notaður í baráttunni við aðrar skordýrategundir.
Vísindamenninir á bak við þetta segja að með því að erfðabreyta sveppnum sé mögulega hægt að nota hann til að drepa moskítóflugur án þess að grípa þurfi til eiturefna.
Í niðurstöðum rannsóknar vísindamannanna kemur fram að það hafi í raun verið eðlilegt að horfa til Metarhizium sveppsins í þessu skyni þar sem vitað sé að með gróum sínum geti hann yfirtekið innyfli skordýra og þannig í raun étið þau. Hins vegar gefi sveppurinn aðeins frá sér efnið longifolene fyrst eftir að hann drepur skordýr en efnið er með sætum ilm sem laðar að moskítóflugur.
Farið var því að breyta þessum eiginleika sveppsins með því að nota erfðafræðina.
Raymond St. Leger prófessor í skordýrafræði við Háskólann í Maryland er annar þeirra vísindamanna sem fara fyrir rannsókninni.
Hann minnir á að moskítóflugur laðist að blómum vegna ilmsins og nýti safa þeirra til að nærast. Þegar hann og kollegar hans hafi tekið eftir því að sumir myglusveppir gætu látið flugurnar halda að þeir væru blóm hafi verið ákveðið að búa til myglusvepp sem geti gefið longifolene frá sér.
Til þess hafi verið búin til erfðabreytt útfærsla af Metarhizium sveppnum sem gefi efnið í miklum mæli frá sér með reglubundnum hætti, án þess að hafa fyrst orðið skordýri að bana eins og raunin er með hina náttúrulegu útgáfu af sveppnum.
Nýi sveppurinn var prófaður með því að setja hann í gildrur og árangurinn var mjög góður, á milli 90-100 prósent af moskítóflugunum sem sveppurinn erfðabreytti fangaði drápust. Það breytti engu hvort mannfólk var nálægt eða hvort gildran var inni eða úti. Gróin sendu longifolene stöðugt frá sér og hver gildra ætti því að geta nýst í nokkra mánuði. Vísindamennirinir segja þetta efni ekki vera skaðlegt mönnum, ólíkt skordýraeitri sem fram að þessu hefur verið helsta vopnið gegn moskítóflugum.
Er því talið að hér sé komin byltingakennd ný aðferð sem bjóði upp á náttúrulega leið til að verjast moskítóflugum í stað skordýraeitursins sem skaðar menn en þar að auki eru flugurnar faranar að mynda ónæmi gegn því en lítil hætta er talin á því að þeir myndi ónæmi gegn longifolene enda væri líklegt að þá myndu þær forðast blóm og þau þryfa flugurnar til að lifa af.
Raymond St. Leger segir mikilvægt að þróa nýar aðferðir gegn moskítóflugum enda aukist úrbreiðsla þeirra með hækkandi hitastigi jarðar og þar með sjúkdómanna sem þær geta borið með sér.