fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Sögulegt bann tekur gildi á Maldíveyjum

Pressan
Laugardaginn 8. nóvember 2025 07:30

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný lög sem banna reykingar og sölu tóbaks til einstaklinga sem fæddir eru 1. janúar 2007 eða síðar tóku gildi á Maldíveyjum þann 1. nóvember síðastliðinn.

Maldíveyjar eru eyríki í Indlandshafi og eru íbúar þar liðlega 530 þúsund talsins.

Heilbrigðisráðuneyti landsins segir í yfirlýsingu að markmiðið sé að vernda lýðheilsu og stuðla að tóbakslausri kynslóð. Bannið nær til allra tegunda tóbaks og ber söluaðilum að staðfesta aldur kaupenda áður en sala fer fram.

Þá er í gildi víðtækt bann við innflutningi, sölu, dreifingu, vörslu og notkun rafsígaretta og gildir bannið um alla, óháð aldri eða þjóðerni.

Ahmed Afaal, varaformaður tóbaksvarnaráðs eyjaklasans, sagði í viðtali við BBC World Service, í þættinum News Hour, að rafsígarettubannið sem lögleitt var í fyrra hafi verið mikilvægt fyrsta skref í átt að tóbakslausri kynslóð.

Samkvæmt BBC þurfa ferðamenn sem heimsækja Maldíveyjar einnig að fylgja lögunum, en Afaal telur að reykingabannið muni ekki hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustu.

„Fólk kemur ekki til Maldíveyja af því það má reykja. Það kemur vegna strandanna, sjávarins, sólarinnar – og ferska loftsins,“ sagði hann og bætti við að búist væri við yfir tveimur milljónum ferðamanna á næsta ári.

Maldíveyjar eru fyrsta þjóðin til að hrinda heildarbanni á sölu og notkun tóbaks, þar á meðal notkun á rafrettum, í framkvæmd. Til stóð að gera slíkt hið sama í Nýja-Sjálandi árið 2023 en ákveðið var að hverfa frá því áður lögin urðu fullgild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám