
Hin ráðagóða Abby hefur svarað lesendum bandarískra fjölmiðla síðan á sjötta áratug síðustu aldar. Hún hefur verið svo vinsæl að eftir að hin upprunalega Abby, Pauline Esther Phillips, lést árið 2013 tók dóttir hennar, Jeanne Phillips, við keflinu.
Abby tekst á við ýmislegt sem brennur á lesendum hennar og endurspegla svör hennar stundum breytingar í samfélaginu sem fólk hefur ekki endilega áttað sig á.
Kona nokkur leitaði ráða og sagði þau hjónin nýlega hafa fagnað tveggja ára brúðkaupsafmæli sínu. Þau væru hamingjusöm og eiginmaðurinn hennar besti vinur.
„Vandamálið er fjölskylda hans. Þau eru yndislegt fólk sem hefur tekið mér opnum örmum. En þau eru líka mjög uppáþrengjandi og skortir sameiginleg mörk.“
Nýlega fluttu ungu hjónin í stærra hús sem er nær fjölskyldu eiginmannsins en fjær fjölskyldu eiginkonunnar.
„Nú þegar við búum nær koma þau stöðugt óboðuð í heimsóknir á óhentugum tímum, eins og þegar ég er að bera kvöldmatinn fram. Móður hans hefur verið sagt ótal sinnum að við viljum virða okkar einkalíf og viljum ekki hafa mikinn félagsskap, en hún heldur samt þessu hátterni áfram. Hún er líka að reyna að halda veislur heima hjá okkur og talar um að setja upp sundlaug, jafnvel þótt við höfum sagt henni nei ítrekað.
Og, Abby, þegar einn fjölskyldumeðlimur birtist, þá er næstum því víst að tveir eða þrír í viðbót birtist stuttu síðar. Þegar við fluttum inn kom fjölskylda mín til að skoða húsið. Þau höfðu ekki verið hér lengur en í fimm mínútur þegar öll fjölskylda hans, frænkur, frændsystkini, allir mættu og tók yfir! Þar af leiðandi fékk fjölskylda mín ekki raunverulega að heimsækja eða jafnvel sjá húsið vegna þess að allt varð of ringulreið. Vinsamlegast hjálpið mér. Ein að missa það í Alabama.“
Abby svaraði eiginkonunni ungu með því að þegar hún hefði gift sig þá hefði fjölskylda eiginmannsins tekið á móti henni sem einni af sínum.
„Ef ég las bréfið þitt rétt, líta þau á þig sem fjölskyldumeðlim og fjölskyldu þína sem samofna þeirra eigin. Þar sem þú þarft meira næði og mörk en þú hefur getað komið á, gætirðu þurft að biðja eiginmann þinn að koma þeim skilaboðum á framfæri við fjölskyldu hans með þeim hætti að skilji skilaboðin án þess að móðgast.“