fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Pressan
Föstudaginn 7. nóvember 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christopher Scholtes, bandarískur faðir sem átti yfir höfði sér þungan fangelsisdóm vegna andláts dóttur sinnar sumarið 2024, fannst látinn á heimili sínu í vikunni.

Scholtes var ákærður fyrir að skilja tveggja ára dóttur sína eina eftir úti í bíl fyrir utan heimili sitt í bænum Marana þann 9. júlí 2024. Á meðan dóttir hans, Parker, var sofandi fór hann inn, spilaði Playstation, drakk bjór og horfði á klám.

Sjá einnig: Horfði á klám og drakk bjór á meðan dóttir hans sat deyjandi úti í bíl

Um þrjár klukkustundir liðu frá því Scholtes kom heim og þar til eiginkona hans, Erika, kom heim og fann þá dóttur þeirra meðvitundarlausa úti í bíl. Stúlkan var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús. Hiti úti þennan dag var um 40 gráður.

Kveða átti upp endanlega refsingu í málinu þann 21. nóvember og átti Scholtes að skila sér í fangelsið til að hefja afplánun á miðvikudagsmorgun. Kvöldið áður svipti hann sig hins vegar lífi.

Hann játaði sök fyrir manndráp af annarri gráðu í október og átti hann yfir höfði sér 20 til 30 ára fangelsi.

Í þessari frétt er fjallað um sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Í gær

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky
Pressan
Fyrir 5 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“