
Scholtes var ákærður fyrir að skilja tveggja ára dóttur sína eina eftir úti í bíl fyrir utan heimili sitt í bænum Marana þann 9. júlí 2024. Á meðan dóttir hans, Parker, var sofandi fór hann inn, spilaði Playstation, drakk bjór og horfði á klám.
Sjá einnig: Horfði á klám og drakk bjór á meðan dóttir hans sat deyjandi úti í bíl
Um þrjár klukkustundir liðu frá því Scholtes kom heim og þar til eiginkona hans, Erika, kom heim og fann þá dóttur þeirra meðvitundarlausa úti í bíl. Stúlkan var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús. Hiti úti þennan dag var um 40 gráður.
Kveða átti upp endanlega refsingu í málinu þann 21. nóvember og átti Scholtes að skila sér í fangelsið til að hefja afplánun á miðvikudagsmorgun. Kvöldið áður svipti hann sig hins vegar lífi.
Hann játaði sök fyrir manndráp af annarri gráðu í október og átti hann yfir höfði sér 20 til 30 ára fangelsi.
—
Í þessari frétt er fjallað um sjálfsvíg. Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.