fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Pressan

Varð milljónamæringur og við tók stanslaust djamm – Tveimur mánuðum síðar fékk hann kjaftshöggið sem hann þurfti

Pressan
Mánudaginn 6. október 2025 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lottóvinningshafi sem varð milljónamæringur einn góðan veðurdag í júlímánuði segir að átta daga sjúkrahúsdvöl í september hafi verið kjaftshöggið sem hann þurfti.

Adam Lopez, sem er 39 ára, trúði vart eigin augum þegar hann keypti sér skafmiða í verslun í Hellesdon, skammt frá Norwich á Englandi, og vann eina milljón punda, rúmar 160 milljónir króna.

Lopez sagði breska ríkisútvarpinu, BBC, sögu sína en óhætt er að segja að hann hafi misst sig í gleðinni eftir að hann vann þann stóra í sumar.

Frábært þangað til heilsan gaf sig

„Ég fékk að upplifa líf sem ég hafði lifað áður, en ég fór ranga leið að því – þetta var frábært þangað til heilsan fór að gefa sig,“ segir hann í viðtalinu.

Lopez starfaði á lyftara og fór hann á stanslaust djamm eftir að hafa fengið vinninginn greiddan út. Það kostaði þó sitt því þann 10. September var hann fluttur á sjúkrahús með lungnasegarek.

„Ég vissi að þetta líferni myndi taka enda – en það munaði litlu að það myndi gerast á versta mögulega hátt. Þetta var gríðarleg vakning,“ segir hann.

Sparkið sem hann þurfti

Adam fékk blóðtappa í fótinn sem síðan færðist upp í lungu og var hann fluttur með sjúkrabíl á Norfolk & Norwich-háskólasjúkrahúsið þar sem hann dvaldi í átta daga. Hann segir þetta hafa verið „sparkið sem hann þurfti“ eins og hann orðar það.

„Ég gat hvorki gengið né andað. Ég hringdi á sjúkrabíl, var borinn út á börum, og stærsta lífsreynslan mín var að liggja í aftursæti sjúkrabílsins og heyra sírenurnar,“ segir hann.

Lopez hrósar heilbrigðisstarfsfólki í hástert og segir að honum hafi liðið eins og hann væri umkringdur englum.

„Þetta lætur mann sjá báðar hliðar lífsins – því það skiptir engu máli hvort þú átt milljón, hundrað milljónir eða milljarð – þegar þú liggur aftur í sjúkrabíl, þá skiptir það engu máli.“

Hann viðurkennir að þetta hafi verið „mjög erfiður tími“ fyrir hann og fjölskyldu hans, sérstaklega móður hans. Stuttu eftir að hann vann féð hætti hann störfum sem lyftarastjóri.

„Ég sagði upp vinnunni, og ég hefði aldrei átt að gera það. Ég missti hryggjarstykkið í lífinu – daglegt skipulag hvarf alveg. Það var algjör aftenging frá því lífi sem ég þekkti,“ segir hann.

Lopez segist nú ætla að einbeita sér að heilsunni næstu sex til níu mánuði og vonast til að ná fyrri heilsu, reynslunni ríkari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja hönnunargalla í Teslu hafa valdið dauða dóttur þeirra

Segja hönnunargalla í Teslu hafa valdið dauða dóttur þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dómari skipaður af Ronald Reagan urðar yfir Trump í lögfræðiáliti sem allir eru að tala um

Dómari skipaður af Ronald Reagan urðar yfir Trump í lögfræðiáliti sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu